Þemað í ár er hreindýr: List án landamæra á Austurlandi
![list an landamaera](/images/stories/news/folk/list_an_landamaera.jpg)
Þema hátíðarinnar í ár eru Hreindýr og því má sjá ýmiss konar útfærslur út um allan bæ og víðar um Austurland. Lögð er áhersla á samvinnu ólíkra hópa á hátíðinni.
Veitinga- og þjónustuaðilar á Héraði taka einnig þátt í hátíðinni og munu aðlaga framreiðslu sína að þema hátíðarinnar, meðal annars með að bjóða upp á Hreindýraborgara og „Rúdolf að vori".
Listviðburðir verða síðan á víð og dreif um Austurland fram til 25. maí.
Egilsstaðir – laugardaginn 9. maí – opnunarhátíð í Valaskjálf frá klukkan 14:00 – 15:00.
- Tónverk - frumsamið tónverk nemenda úr Tónlistarskólanum Egilsstöðum samið undir stjórn Charles Ross tónlistarkennara, út frá myndinni Hreindýr á Austurlandi.
- Fantasía á Fjöllum - verkefni sem einstaklingar á hæfingarstaðnum Stólpa unnu í samstarfi við Unnar Geir Unnarsson leikstjóra og Margréti Láru Þórarinsdóttur söng - og tónlistarkennara.
- Hreindýraveiðar – nemendur úr Tónlistarskólanum Egilsstöðum í samvinnu við Stólpa ásamt börnum úr leikskólanum Tjarnarskógi flytja lag við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar, Hreindýraveiðar.
- Bahama - söngatriði nemenda á starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum.
- Tónlistaratriði - nemendur úr tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs (Egilsstöðum, Fellabæ og Brúarási) taka þátt og verða sannkallaðar tónlistarveislur víðs vegar um bæinn.
Sláturhúsið, menningarmiðstöð – laugardaginn 9. maí Klukkan 20:00 – 21:00
- Skemmtikvöld DJ/VJ FROST DJ Tempo RAID og Aron Kale munu halda uppi stuðinu í DJ/VJ partýi í frystiklefa Sláturhússins.
Sláturhúsið, menningarmiðstöð – miðvikudaginn 13. maí kl. 20:00 – 21:00
- Uppistand - Bergvin Oddsson sér um að skemmta fólki eins og honum er einum lagið.
Sýningarstaðir á Fljótsdalshéraði: Bókakaffi Hlöðum Fellabæ, Gistihúsið Egilsstöðum, Kaffiterían Egilsstaðaflugvelli, Salt - Café & Bistro, Icelandair Hótel Hérað, Hús Handanna, Hlymsdalir, Bókasafn Héraðsbúa, Skriðuklaustur, Sláturhúsið menningarmiðstöð, Tjarnargarðurinn.
Djúpivogur – laugardaginn 9. maí – opnunarhátíð í Hótel Framtíð frá klukkan 15:00-17:00.
- Hreindýr Listsýning, tónlistarflutningur og ýmis atriði – Verk unnin og flutt af nemendum í Djúpavogsskóla, leikskólanum Bjarkartúni og Tónskóla Djúpavogs.
- Kaffisala.
- Arfleifð Hreindýraafurðir – sýndar verða sérhannaðar vörur úr hreindýraafurðum.
- Upplýsingamiðstöðin Hreindýrahorn – sýning á útilistaverki úr hreindýrahornum eftir Skúla Benediktsson.
- Langabúð Gripir – sýndir verða gripir úr hreindýraafurðum eftir listamenn í Djúpavogshreppi.
Seyðisfjörður – miðvikudaginn 13. maí – opnunarhátíð í bókabúð/verkefnarými frá klukkan 16:00.
- Konungar norðurslóða – sýning á verkum nemenda Seyðisfjarðarskóla, undir handleiðslu Þorkels Helgasonar smíðakennara og Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur fræðslufulltrúa í Skaftfelli. Hreindýraþema var haft að leiðarljósi.
Skaftfell Bistró – Inni, ofaní og undir – sýning á ljósmyndum eftir Aron Fannar Skarphéðinsson á Vesturvegg í Bistrói Skaftfell, Miðstöð myndlistar á Austurlandi.
Borgarfjörður eystri – laugardaginn 17. Maí – opnunarhátíð í grunnskólanum frá klukkan 13:00 – 14:00.
- Myndverk – opið hús í grunnskólanum, þar sem myndverk nemenda af hreindýrum verða til sýnis.
Fjarðabyggð – fimmtudaginn 14. maí – opnunarhátið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði milli klukkan 14:00 - 17:00.
- Samsýning leik- og grunnskóla Fjarðabyggðar út frá þemanu hreindýr.
- Tónlistaratriði nemenda úr tónlistarskólum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar.
- Bergvin Oddsson uppistandari mætir á svæðið og skemmtir fólki.
- Kaffisala.
Vopnafjörður – miðvikudaginn 13. maí – opnunarhátíð í grunnskólanum á Vopnafirði milli klukkan 14:00 – 17:00.
- Hreindýr – sýning á verkum sem byggja á samstarfi nemenda úr leikskólanum Brekkubæ og nemendum úr Grunnskólanum Vopnafirði. Tónlistarskóli Vopnafjarðar sér um tónlistaratriði.
Nánar má fræðast um dagskrá hátíðarinnar á www.listin.is