Þemað í ár er hreindýr: List án landamæra á Austurlandi

list an landamaeraListahátíðin, List án landamæra á Austurlandi, verður sett í tíunda skipti á Egilsstöðum næstu helgi, en hún breiðir úr sér með fjölda viðburða í sex sveitarfélögum næstu tvær vikur.

Þema hátíðarinnar í ár eru Hreindýr og því má sjá ýmiss konar útfærslur út um allan bæ og víðar um Austurland. Lögð er áhersla á samvinnu ólíkra hópa á hátíðinni.

Veitinga- og þjónustuaðilar á Héraði taka einnig þátt í hátíðinni og munu aðlaga framreiðslu sína að þema hátíðarinnar, meðal annars með að bjóða upp á Hreindýraborgara og „Rúdolf að vori".

Listviðburðir verða síðan á víð og dreif um Austurland fram til 25. maí.

Egilsstaðir – laugardaginn 9. maí – opnunarhátíð í Valaskjálf frá klukkan 14:00 – 15:00. 
  • Tónverk - frumsamið tónverk nemenda úr Tónlistarskólanum Egilsstöðum samið undir stjórn Charles Ross tónlistarkennara, út frá myndinni Hreindýr á Austurlandi.
  • Fantasía á Fjöllum - verkefni sem einstaklingar á hæfingarstaðnum Stólpa unnu í samstarfi við Unnar Geir Unnarsson leikstjóra og Margréti Láru Þórarinsdóttur söng - og tónlistarkennara.
  • Hreindýraveiðar – nemendur úr Tónlistarskólanum Egilsstöðum í samvinnu við Stólpa ásamt börnum úr leikskólanum Tjarnarskógi flytja lag við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar, Hreindýraveiðar.
  • Bahama - söngatriði nemenda á starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum.
  • Tónlistaratriði - nemendur úr tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs (Egilsstöðum, Fellabæ og Brúarási) taka þátt og verða sannkallaðar tónlistarveislur víðs vegar um bæinn.

Sláturhúsið, menningarmiðstöð – laugardaginn 9. maí Klukkan 20:00 – 21:00
  • Skemmtikvöld DJ/VJ FROST DJ Tempo RAID og Aron Kale munu halda uppi stuðinu í DJ/VJ partýi í frystiklefa Sláturhússins.

Sláturhúsið, menningarmiðstöð – miðvikudaginn 13. maí kl. 20:00 – 21:00
  • Uppistand - Bergvin Oddsson sér um að skemmta fólki eins og honum er einum lagið.

Sýningarstaðir á Fljótsdalshéraði: Bókakaffi Hlöðum Fellabæ, Gistihúsið Egilsstöðum, Kaffiterían Egilsstaðaflugvelli, Salt - Café & Bistro, Icelandair Hótel Hérað, Hús Handanna, Hlymsdalir, Bókasafn Héraðsbúa, Skriðuklaustur, Sláturhúsið menningarmiðstöð, Tjarnargarðurinn.


Djúpivogur – laugardaginn 9. maí – opnunarhátíð í Hótel Framtíð frá klukkan 15:00-17:00.
  • Hreindýr Listsýning, tónlistarflutningur og ýmis atriði – Verk unnin og flutt af nemendum í Djúpavogsskóla, leikskólanum Bjarkartúni og Tónskóla Djúpavogs.
  • Kaffisala.
  • Arfleifð Hreindýraafurðir – sýndar verða sérhannaðar vörur úr hreindýraafurðum.
  • Upplýsingamiðstöðin Hreindýrahorn – sýning á útilistaverki úr hreindýrahornum eftir Skúla Benediktsson.
  • Langabúð Gripir – sýndir verða gripir úr hreindýraafurðum eftir listamenn í Djúpavogshreppi.


Seyðisfjörður – miðvikudaginn 13. maí – opnunarhátíð í bókabúð/verkefnarými frá klukkan 16:00.
  • Konungar norðurslóða – sýning á verkum nemenda Seyðisfjarðarskóla, undir handleiðslu Þorkels Helgasonar smíðakennara og Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur fræðslufulltrúa í Skaftfelli. Hreindýraþema var haft að leiðarljósi.

Skaftfell Bistró – Inni, ofaní og undir – sýning á ljósmyndum eftir Aron Fannar Skarphéðinsson á Vesturvegg í Bistrói Skaftfell, Miðstöð myndlistar á Austurlandi.


Borgarfjörður eystri – laugardaginn 17. Maí – opnunarhátíð í grunnskólanum frá klukkan 13:00 – 14:00.
  • Myndverk – opið hús í grunnskólanum, þar sem myndverk nemenda af hreindýrum verða til sýnis.

Fjarðabyggð – fimmtudaginn 14. maí – opnunarhátið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði milli klukkan 14:00 - 17:00
.
  • Samsýning leik- og grunnskóla Fjarðabyggðar út frá þemanu hreindýr.
  • Tónlistaratriði nemenda úr tónlistarskólum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar.
  • Bergvin Oddsson uppistandari mætir á svæðið og skemmtir fólki.
  • Kaffisala.

Vopnafjörður – miðvikudaginn 13. maí – opnunarhátíð í grunnskólanum á Vopnafirði milli klukkan 14:00 – 17:00.
  • Hreindýr – sýning á verkum sem byggja á samstarfi nemenda úr leikskólanum Brekkubæ og nemendum úr Grunnskólanum Vopnafirði. Tónlistarskóli Vopnafjarðar sér um tónlistaratriði.

Nánar má fræðast um dagskrá hátíðarinnar á www.listin.is


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.