Göngum saman á Austurlandi á sunnudaginn

brjostabolla webStyrktarganga „Göngum saman" 2015, fer fram á mæðradaginn, sunnudaginn 10. maí. Gengið verður á fjórum stöðum á Austurlandi í ár, í Neskaupstað, á Fáskrúðsfirði, Egilsstöðum og Vopnafirði.

Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóðinn.

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum víða um land um helgina, meðal annars á Egilsstöðum og í Neskaupstað.

Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir verkefnið með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast hátt í fimm milljónir króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.





Staðsetningar göngunnar

Í Neskaupstað verður gengið frá vitanum klukkan 11:00, en gengið verður um bæinn eftir veðri og aðstæðum og endað við sundlaugina þar sem boðið verður upp á létta hressingu. Fjarðabyggð býður göngugörpum í sund og þar verður kynning á „samfloti" – slökun í vatni.

Nesbær kaffihús selur „brjóstabollur" föstudaginn 8.maí og laugardaginn 9.maí til styrktar Göngum saman og aarningur til styrktar málefninu verður til sölu í Nesbæ á föstudag milli klukkan 15:00 og 18:00 og á laugardag milli klukkan 11:00 og 14:00.


Á Fáskrúðsfirði verður gengið frá sundlauginni klukkan 11:00, en tvær vegalengdir eru í boði, 3 km og 5 km. Frítt í sund fyrir göngufólk að göngu lokinni. Skemmtilegur varningur til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini verður til sölu á staðnum fyrir og eftir göngu.


Á Egilsstöðum verður gengið frá sundlauginni klukkan 11:00. Frítt í sund fyrir göngufólk að göngu lokinni.

Varningur til styrktar Göngum saman seldur í Nettó á föstudag milli klukkan 16:00 og 19:00 og á laugardag milli klukkan 12:00 og 15:00.

Hótel Hérað verður með brunch á sunnudaginn til styrktar verkefninu og brjóstabollur verða til sölu á Salt alla helgina.


Á Vopnafirði verður gengið af stað frá Kaupvangi klukkan 11:00. Skemmtilegur varningur til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini verður til sölu á staðnum fyrir og eftir göngu.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.