Skip to main content

Áhersla á lifandi vísindamiðlun til unga fólksins: Háskólalestin á Vopnafirði um helgina

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. maí 2015 10:29Uppfært 13. maí 2015 08:52

vopnafjordur 02052014 0004 webBiophilia-tónvísindasmiðjur, vindmyllur, vísindaheimspeki, stjörnufræði og japanska er meðal þeirra námskeiða sem í boði verða í eldri bekkjum Grunnskóla Vopnafjarðar þegar Háskólalest Háskóla Íslands heimsækir Vopnafjörð heim helgina 15. til 16. maí, en hún er hluti af Norrænu þekkingarlestinni.


Í lestinni er lögð áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í boði verða valin námskeið úr Háskóla unga fólksins: eðlisfræði, stjörnufræði, vindmyllur og vindorka, vísindaheimspeki, efnafræði, forritun, japanska, Biophilia og tómstunda- og félagsmálafræði.

Auk þess verður slegið upp veglegri vísindaveislu fyrir alla bæjarbúa og nærsveitamenn laugardaginn 16. maí.

Þetta er fimmta árið í röð sem Háskólalestin brunar um landið með fjör og fræði fyrir alla aldurshópa en hún hefur fengið fádæma góðar viðtökur á þeim liðlega 20 stöðum á landsbyggðinni sem sóttir hafa verið heim fá árinu 2011.