Opnunarhátíð á Seyðisfirði og Vopnafirði í dag: List án landamæra enn í fullum gangi

list an  landamaera webListahátíðin List án landamæra er enn í fullum gangi á Austurlandi. Mikið var um að vera á Egilsstöðum og Djúpavogi síðastliðna helgi, en hátíðin var sett á þeim stöðum á laugardaginn. Opnunarhátíð verður á Seyðisfirði og Vopnafirði í dag, í Fjarðabyggð á morgun og á Borgarfirði eystra á laugardaginn kemur.

Vegleg opnunarhátíð var í Valaskjálf á Egilsstöðum þar sem flutt voru fjölbreytt tónlistaratriði og fleira. Í kvöld verður Bergvin Oddsson með uppistand í Sláturhúsinu og hefst það klukkan 20:00.

Sýningarstaðir á Fljótsdalshéraði: Bókakaffi Hlöðum Fellabæ, Gistihúsið Egilsstöðum, Kaffiterían Egilsstaðaflugvelli, Salt - Café & Bistro, Icelandair Hótel Hérað, Hús Handanna, Hlymsdalir, Bókasafn Héraðsbúa, Skriðuklaustur, Sláturhúsið menningarmiðstöð, Tjarnargarðurinn.

Opnunarhátíð var í Hótel Framtíð á Djúpavogi þar sem flutt voru ýmis tónlistar- og leikatriði og sýndar sérhannaðar vörur úr hreindýraafurðum.



Seyðisfjörður – miðvikudagur 14. maí

Opnunarhátíð verður í bókabúðinni á Seyðisfirði í dag (verkefnarými) og hefst hún klukkan 16:00.

Sýning verður á verkum nemenda Seyðisfjarðarskóla undir handleiðslu Þorkels Helgasonar smíðakennara og Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur fræðslufulltrúa í Skaftfelli.

Sýning verður á ljósmyndum eftir Aron Fannar Skarphéðinsson á vesturvegg Skaftfell Bistró, miðstöð myndlistar á Austurlandi.

Vopnafjörður – miðvikudagur 14. maí

Opnunarhátíð verður í Grunnskóla Vopnafjarðar milli klukkan 14:00-17:00.

Þar verður sýning á verkum sem byggjast á samstarfi nemenda úr leikskólanum Brekkubæ, nemendum úr Grunnskólanum Vopnafirði. Tónlistarskóli Vopnafjarðar sér um tónlistaratriði.

Fjarðabyggð – fimmtudagur 14. maí

Opnunarhátíð verður í Kirkju - og menningarmiðstöðin á Eskifirði milli klukkan 14:00 og 17:00.

Þar verður samsýning á verkum leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð út frá þemanu Hreindýr. Tónlistaratriði verða frá nemendum úr Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar.

Bergvin Oddsson uppistandari mætir á svæðið og skemmtir fólki auk þess sem kaffisala verður á staðnum.

Borgarfjörður eystri – laugardagur 17. maí

Opnunarhátíð verður í grunnskólanum á Borgarfirði klukkan 13:00 þar sem myndverk eftir nemendur grunnskólans af hreindýrum verða til sýnis.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.