Tilraunatónverk frá Seyðisfirði gefið út á vínyl
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. maí 2015 15:27 • Uppfært 18. maí 2015 15:28
Seyðfirski listamaðurinn Konrad Korabiewski, sem er einn þeirra sem standa að baki hljóðlistasetrinu Skálum, hefur sent frá sér nýja vínilplötu sem hann hefur unnið í samvinnu við Þjóðverjann Roger Döring.
Platan, sem heitir Komplex, hefur verið í smíðum undanfarin tvö ár á Seyðsfirði og í Berlín. Döring leikur þar á hljóðfæri eins og klarínett og saxófóna en Konrad veitir hráum upptökunum rafrænan blæ.
Í tilkynningu segir að platan sé tekin upp á stöðum sem skipti þá persónulega miklu máli, annars vegar íbúð Dörings í Berlín og hins vegar yfirgefinni síldarverksmiðju á Seyðisfirði.
Afraksturinn sé dimm, tilfinningaþrunginn, heiðarleg plata sem endurspegli tilfinningasveiflur og erfiðar sögur af norðurhveli.
Platan er gefin út af þýsku útgáfunni Gruenrekorder í samvinnu við Skála. Kvikmyndalistamaðurinn Kristján Loðmfjörð gerði myndband við lagið Flucht.
Hægt er að lesa nánar um plötuna og hlusta á hana hér.
Myndbandið má sjá hér á Vimeo.