Skip to main content

Guðmundur mælir með Djúpavogi fyrir afslöppun – Myndband

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. maí 2015 17:46Uppfært 30. maí 2015 17:49

askgudmundur djupiMennska leitarvélin Guðmundur er nýjasta útspil Íslandsstofu í landkynningum. Hann fékk í vikunni spurningu um hvar á Austfjörðu væri best að slaka á og hlaða batteríin.


Meira en 98% Guðmunda í heiminum býr á Íslandi. Guðmundarnir og Guðmundurnar í átaki Inspired by Iceland eru alls sjö talsins og skipta með sér landshlutum í svörum sínum.

Austfirski Guðmundurinn er Höskuldsson, starfsmaður Fjarðaáls og búsettur í Neskaupstað. Í kynningu á honum segir að hann sé sérfræðingur í öllu austfirsku, einkum tónlist.

Þá hafi hann einnig unun af útiveru, mat og mikill húmoristi þrátt fyrir að vera rólegur í fasi.

Svar Guðmundar um Djúpavog hefur farið víða en þar vísar hann meðal annars til Cittaslow viðurkenningar sveitarfélagsins.

 
Slow City: East Iceland | #AskGudmundur

Hallo friends, Guðmundur of the East here. Cleopatra asked me what we do here to relax in the east. Well Cleopatra, I love to go to Djúpivogur, Iceland's first 'Slow City' that focuses exclusively on slowing life down and living a better lifestyle.

Posted by Inspired by Iceland on Wednesday, 20 May 2015