Köfunarnámskeið hjá Sjósportklúbbi Austurlands

köfun6Sjósportsklúbbur Austurlands á Eskifirði stóð fyrir kafaranámskeiði um helgina og ekki er útilokað að annað námskeið verði í sumarlok.

Námskeiðið var haldið í samstarfi við Þorvald Hafberg hjá Hafberg köfunarvörum. Þátttakan var góð, en sex einstaklingar frá Neskaupstað, Eskifirði og Seyðisfirði tóku þátt í þessu fyrsta námskeiði klúbbsins.

Námskeiðið veitti alþjóðlegt PADI Open Water köfunarskirteini niður á 18 metra og þurrgallaskírteini. Að því loknu fengu þeir þátttakendur sem eru félagar í Sjósportsklúbbnum að fara sjálfir og skoða sig um í sjónum, en dagurinn endaði með grillveislu.

Ekki er útilokað að annað námskeið verði í lok sumars eða haust ef næg þátttaka næst. Áhugasamir geta skráð sig á lista heimasíðu klúbbsins, sjosportaust.com. Ekki er nauðsynlegt að eiga köfunarbúnað, því Hafberg köfunarvörur koma með þær með sér.

Næstkomandi fimmtudag verður mikið um að vera hjá Sjósportsklúbbnum í tengslum við sjómannadagshelgina á Eskifirði. Yngri kynslóðinni verður boðið að prufa kajaka, „obtimist seglbáta" og fara á túr um fjörðinn með bátum björgunarsveitanna á Eskifirði og Reyðarfirði. Á eftir verður grillveisla í boði Eskju.

Fyrirhugað er að halda námskeið á obtimist bátum í sumar ef næg þátttaka næst.
kofun2kofun3kofun4kofun5köfun6
kofun1

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.