Köfunarnámskeið hjá Sjósportklúbbi Austurlands
![köfun6](/images/stories/news/folk/köfun6.jpg)
Námskeiðið var haldið í samstarfi við Þorvald Hafberg hjá Hafberg köfunarvörum. Þátttakan var góð, en sex einstaklingar frá Neskaupstað, Eskifirði og Seyðisfirði tóku þátt í þessu fyrsta námskeiði klúbbsins.
Námskeiðið veitti alþjóðlegt PADI Open Water köfunarskirteini niður á 18 metra og þurrgallaskírteini. Að því loknu fengu þeir þátttakendur sem eru félagar í Sjósportsklúbbnum að fara sjálfir og skoða sig um í sjónum, en dagurinn endaði með grillveislu.
Ekki er útilokað að annað námskeið verði í lok sumars eða haust ef næg þátttaka næst. Áhugasamir geta skráð sig á lista heimasíðu klúbbsins, sjosportaust.com. Ekki er nauðsynlegt að eiga köfunarbúnað, því Hafberg köfunarvörur koma með þær með sér.
Næstkomandi fimmtudag verður mikið um að vera hjá Sjósportsklúbbnum í tengslum við sjómannadagshelgina á Eskifirði. Yngri kynslóðinni verður boðið að prufa kajaka, „obtimist seglbáta" og fara á túr um fjörðinn með bátum björgunarsveitanna á Eskifirði og Reyðarfirði. Á eftir verður grillveisla í boði Eskju.
Fyrirhugað er að halda námskeið á obtimist bátum í sumar ef næg þátttaka næst.
![kofun2](/images/stories/news/folk/Kofunarnamskeid/kofun2.jpg)
![kofun3](/images/stories/news/folk/Kofunarnamskeid/kofun3.jpg)
![kofun4](/images/stories/news/folk/Kofunarnamskeid/kofun4.jpg)
![kofun5](/images/stories/news/folk/Kofunarnamskeid/kofun5.jpg)
![köfun6](/images/stories/news/folk/Kofunarnamskeid/köfun6.jpg)
![kofun1](/images/stories/news/folk/Kofunarnamskeid/kofun1.jpg)