„Alger endurnæring fyrir líkama og sál": Jógagöngur á Stöðvarfirði

jógagöngur á stöðvarfirðiBoðið verður upp á jógagöngur á Stöðvarfirði flesta þriðjudaga í júní- og júlímánuði.

Stöðfirðingurinn og jógakennarinn Solveig Friðriksdóttir leiðir göngurnar, sem hún segir algera endurnæringu fyrir líkama og sál, en gengið er um í fallegu umhverfi Stöðvarfjarðar.

„Fyrsta gangan var á þriðjudaginn, það var prufuganga og fimm manns mættu í garranum. Hún gekk mjög vel, var mjög endurnærandi og þátttakendur ánægðir.

Um kyrrðargöngur er að ræða og því ekki gert ráð fyrir börnum. Þær hefjast með léttri upphitun og svo er gengið í kyrrð í friðsælu umhverfi þorpsins. Við stoppum reglulega, öndum, förum í jógastöður og hugleiðum."


Hugleiðsla á toppnum

Solveig er ekki aðein með „plan a", heldur einnig b og c. „Ég er með þrjár leiðir og vel út frá veðri og hópnum sem mætir hverju sinni. Ef það er mikil þoka niður í hlíðar þá göngum við neðar, þetta er allt saman útpælt. Ef það rignir tek ég poka sem hægt er að sitja á í hugleiðslunni, þannig að veðrið er ekki vandamál.

Göngurnar eru mis mikið á fótinn, en farið er rólega þannig að flestir ættu að geta tekið þátt. Þær eru heldur ekki langar, allar um tveir og hálfur kílómeter. Ég býð auk þess upp á fjallahugleiðslu – fjallgöngu upp á Mosfell og hugleiðslu á toppnum."


Leiðsegir einnig hjá Tinna travel og Tanna travel

Solveig er einnig með göngur hjá ferðaþjónustunni Tinna travel, sem Ingólfur Finnsson og Helga Hrönn Melsteð reka á Breiðdalsvík. Hún leiðsegir líka í þorpsgöngu á Stöðvarfirði í verkefinu Willage Walk hjá Tanna travel.

  • Jógagöngurnar eru eftirfarandi þriðjudaga: 9, 16 og 30. júní og 14. 21 og 28. júlí.
  • Farið er að stað frá sundlauginni á Stöðvarfirði klukkan 20:00. Verð 2000 krónur.
  • Hægt er að panta fjölskyldugöngu eða lengri göngur fyrir tvo eða fleiri, með eða án jóga, hjá Solveigu í síma 865-8184.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.