Færeyskur kór í heimsókn á Austurlandi
Höfundur: Kristborg Bóel Steindórsdóttir • Skrifað: .
Færeyski kórinn – Kristiliga Sangkórið – mun halda tónleika á Egilsstöðum og Seyðisfirði í dag og á morgun.
Um 25 manns eru í kórnum, sem var stofnaður í Þórshöfn í Færeyjum árið 1953, mun flytja færeysk og íslensk lög, sem og lög frá hinum Norðurlöndunum.
Tónleikarnir verða:
- Þriðjudaginn 9. júní kl. 17.00 í Egilsstaðakirkju
- Miðvikudaginn 10. júní kl. 17.00 í Seyðisfjarðarkirkju
Aðgangseyrir er enginn, en hægt er að styjða kórinn með peningaframlagi, en ílát verður við innganginn.
Allir hjartanlega velkomnir
Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.