Glæsileg opnunarhátíð á Stöðvarfirði: Salthúsmarkaður, gestastofa og þokumyndasýning

þokumyndSamkomuhúsið á Stöðvarfirði verður í aðalhlutverki opnunarhátíðar sem fram fer 12. júní, kl. 15:00.

Á hátíðinni verður því fangað að Salthúsmarkaðurinn opnar í nýju húsnæði, ásamt Gestastofu Fjarðabyggðar og glæsilegri sýningu á austfirskum þokumyndum.

Samkomuhúsið hefur á undanförnum vikum gengið í endurnýjun lífdaga. Húsið hefur verið málað að innan og salarkynni þess löguð að starfsemi Salthússmarkaðarins og nýrri Gestastofu Fjarðabyggðar.

Salthússmarkaðurinn, er samstarfsvettvangur handverkssamfélagsins á Stöðvarfirði. Markaðurinn er einn sá stærsti sinnar tengundar á Austurlandi og verður því fangað á opnunarhátíðinni að hann hefur nú formlega göngu sína í nýju og glæsilegu húsnæði.

Gestastofa Fjarðabyggðar starfar samhliða Salthússmarkaðnum, með aðstöðu fyrir ferðamenn og almenna upplýsingagjöf.

Ljósmyndasýningin, sem hefur einnig göngu sína á opnunarhátíðinni og helguð er dulúð Austfjarðarþokunnar, rammar síðan skemmtilega inn þá fjölþættu starfsemi sem fer nú fram í samkomuhúsinu.

Gestastofan verður viðbót við Upplýsingamiðstöð Fjarðabyggðar sem staðsett er í Brekkunni og ein af grunnstoðum í þróun Stöðvarfjarðar sem annað af tveimur anddyrum Fjarðabyggðar fyrir ferðamenn.

Þetta spennandi uppbyggingarstarf er liður í þróunarverkefni, sem hrundið var af stað af bæjarstjórn Fjarðabyggðar í nóvember sl. og starfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar hefur leitt í samstarfi við íbúa staðarins.

Samkomuhúisið verður í sumar opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 til 17:00.

Opnunarhátíðin hefst sem áður segir kl. 15:00 og eru allir velkomnir að koma við og taka þátt í gleðinni.

Þessi skemmtilega mynd er hluti af sýningunni: ljósm: Hjördís Albertsdóttir





Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.