Háseti á Barða NK hannar merki Sjávarútvegsskóla Austurlands

Jón Ingi Sigurðsson webJón Ingi Sigurðsson, háseti á Barða NK, hefur hannað merki fyrir Sjávarútvegsskóla Austurlands.

Jón Ingi er Dalvíkingur að uppruna og menntaður grafískur hönnuður frá Myndlistarskóla Akureyrar, starfaði sem slíkur til sjö ára og stofnaði auglýsingastofu á Akureyri ásamt fleirum.

Hann segir að sjómennskan hafi þó alltaf togað í sig og var á ýmsum fiskiskipum fyrir norðan, en fór sinn fyrsta túr á Barðanum fyrir rúmu ári.


Ákáðu að leita ekki langt yfir skammt

Flest öll fyrirtæki og stofnanir eiga sitt eigið merki eða „logo", sem gjarnan gefur vísbendingu um eðli starfsemi viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

Í tilkynningu frá Sjávarútvegsskóla Austurlands segir að ákveðið hafi verið að leita ekki lang yfir skammt og fá Jón Inga í verkið. Forsvarsmenn Sjávarútvegsskólans eru afar ánægðir með nýja merkið og mun það meðal annars prýða peysur sem allir væntanlegir nemendur skólans fá afhentar.

Jón Ingi segist hafa tekið erindinu fagnandi og Ingi lýsir merkinu sem fjörlegu og eigi litavalið og útfærslan að höfða til þess aldurshóps sem sækir skólann.

„Ég held að það hafi eitthvað heyrst að ég væri menntaður grafiskur hönnuður sem var til þess að ég var fenginn til að gera tillögu að útliti merkisins. Ég reyndi að hafa merkið einfalt með mjúkum línum og átti það að gefa skýra vísbendingu um hlutverk skólans. Letrið í merkinu er hins vegar sterkt og stöndugt."


Sjómennskan hefur alltaf togað

Eftir ár á Barðanum ákváðu Jón Ingi og fjölskylda að flytja frá Akureyri til Neskaupstaðar og leggjast breytingarnar vel í hann. „Mér líkar afar vel á Barða og konan mín, Hugrún Ágústsdóttir, er hjúkrunarfræðingur og fólk með slíka menntun er eftirsótt hér. Ég á stóra og frábæra fjölskyldu, en við hjónin eigum fjögur börn á öllum aldri – það elsta 20 ára og yngsta 4 ára og svo er eitt á leiðinni, þannig að mikið að gera á stóru heimili. Það hefur verið frábærlega vel tekið á móti okkur, en við komum austur fyrir tæplega tveimur vikum þannig að börnin tvö fengu að kynnast jafnöldrum í skólanum og það gekk eins og í sögu.

„Sjómennskan hefur alltaf átt í mér og hefur alltaf togað þegar ég hef unnið í landi. Ég byrjaði til sjós 16 ára og var yfir sumartímann og í skóla þess á milli. Í seinni tíð hef ég tekið lengri skorpur á sjó og líkar afar vel á Barðanum.

Sjávarútvegsskóli Austurlands er sniðugt framtak margra félaga á svæðinu og góð leið til að miðla þeim upplýsingum sem sjávarútvegur hefur að geyma. Við eigum sjávarútvegnum svo mikið að þakka og því er gott að geta leyft krökkkunum að kynnast þeirri atvinnugrein betur gegnum skipulagt nám."

Ljósmynd af Jóni Inga: Hákon Ernuson
SUSA logo





Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.