Verður þú fjallagarpur gönguvikunnar Á fætur í Fjarðabyggð í ár?

gonguvikanGönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins og hefst hún næstkomandi laugardag.

Á fimmta tug viðburða verða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir. Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa.

Á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum auk þess sem Náttúruskólinn er starfræktur fyrir yngstu þátttakendurna.

Göngu- og gleðivikan fer fram síðustu vikuna í júní, eða frá 20. til 27. júní og fyllir átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist.

Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri.

Um glæsilega dagskrá er að ræða sem má í heild sinni sjá hér.

Ljósmyndin er að síðu Fjarðabyggðar


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.