Skip to main content

Verður þú fjallagarpur gönguvikunnar Á fætur í Fjarðabyggð í ár?

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. jún 2015 11:09Uppfært 18. jún 2015 11:10

gonguvikanGönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins og hefst hún næstkomandi laugardag.



Á fimmta tug viðburða verða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir. Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa.

Á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum auk þess sem Náttúruskólinn er starfræktur fyrir yngstu þátttakendurna.

Göngu- og gleðivikan fer fram síðustu vikuna í júní, eða frá 20. til 27. júní og fyllir átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist.

Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri.

Um glæsilega dagskrá er að ræða sem má í heild sinni sjá hér.

Ljósmyndin er að síðu Fjarðabyggðar