Kvenréttindadeginum fagnað á Austurlandi

kvennafridagur 2005 010 webKvennréttindadeginum og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna er fagnað um land allt í dag og er Austurland þar engin undantekning. Fjölmargir aðrir viðburðir verða einnig í fjórðungnum um helgina.

Kvennréttindadegi fagnað á Héraði

Mikið verður um dýrðir á Fljótsdalshéraði í dag í tilefni kvenréttindadagsins.

Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir „prjónagöngu" til að heiðra minningu formæðranna sem aldrei féll verk úr hendi og gengu prjónandi á milli bæja til að nýta tímann.

Í Safnahúsinu verður Minjasafnið opið frá klukkan 11.30 til 19.00 og er frítt inn allan daginn.

Kvenfélagskonur á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra hittast að vanda á þessum degi og í ár fer samkoman fram í Hlynsölum.

Nánar má lesa um dagskrána hér.



Kvennafagnaður í Alcoa í dag

Í tilefni af kvenréttindadeginum býður Alcoa Fjarðaál austfirskum konum til fagnaðar í matsal álversins.

Leikkonan Björk Jakobsdóttir sér um veislustjórn, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins flytur ávarp og söngkonan Hrafna Hanna Herbertsdóttir flytur nokkur vel valin lög.

Gleðskapurinn hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 18:30.



Gönguvikan á fætur í Fjarðabyggð hefst um helgina

Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð hefst á laugardaginn með göngu- og bátsferð á Barðsneshorn og Sandfell, sólstöðugöngu á Grænafell í Oddsdal og kvöldvöku í Randulffs-sjóhúsi á Eskifirði.

Allar nánari tímasetningar og dagskrá gönguvikunnar í heild sinni má sjá hér.



KK Bandið í Fjarðaborg

KK Bandið verður með tónleika í Fjarðaborg á Borgarfirði eystri á laugardagskvöldið klukkan 20:00.



Skógardagurinn mikli

Skógardagurinn mikli er í Hallormsstaðaskógi á laugardag. Sem fyrr verður íslandsmót í skógarhöggi, skógarhlaupið, grillveisla, skemmtidagskrá og ketilkaffi.

Fyrri hluta dags fer Skógarhlaupið fram; 14 km og 4 km leiðir á mjúkum stígum í frábæru umhverfi skógarins. Ræst er í Skógarhlaupið (14 km) kl. 12:00 og skemmtiskokkið (4 km) kl. 12:30. Dagskrá hefst kl. 13:00.

Sem hluti af Skógardeginum mikla bjóða sauðfjárbændur á Héraði og fjörðum, gestum í grillað lamb og fleira skemmtilegt í trjásafninu á Hallormsstað í dag, föstudag. Dagskráin byrjar kl. 19:00.

Nánar má lesa um dagskrána hér.



Handverksvikur í Breiðdal

Tveggja vikna handverkssýning hefst í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík á sunnudaginn. Að þessu sinni verða til sýnis munir sem eru útskornir, útsagaðir eða mótaðir með öðrum hætti.



Tónlistarstund í Vallarneskirkju
Hjalti Jónsson, tenór og Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla verða með tónleika í Vallarneskirkju á sunnudaginn klukkan 20:00.

Tónleikarnir eru hluti af „Tónlistarstundum" – sex tónleika röð sem hefur verið árviss viðburður í tónlistarlífi Austurlands frá árinu 2002.

Nánar má lesa um dagskrána hér.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.