Fóru í prjónagöngu til að fagna 100 ára kosningarétti: Vildum gera eitthvað sérstakt eystra

prjonaganga 0015 webHátt í sextíu konur tóku þátt í prjónagöngu Soroptimistaklúbbs Austurlands. Gengið var úr fjórum áttum að Egilsstaðakirkju til að halda upp á 100 ára kosningarétt kvenna á Íslandi.

„Það var verið að hvetja konur til að gera eitthvað í tilefni 19. júní og það var eitthvað sem bankaði á að við gerðum eitthvað sérstakt hér á Austurlandi," segir Ágústína Konráðsdóttir, systir í klúbbnum sem átti hugmyndina.

„Við prjónum á fundum og í eitt skiptið þegar ég var að koma af fundi á Borgarfirði datt mér í hug hvernig væri að ganga prjónandi og minnast þannig kosningaréttarins."

Systurnar í klúbbnum koma frá Seyðisfirði, Borgarfirði og Héraði. Því þótti viðeigandi að ganga frá Lagarfljótsbrú, Eyvindarárbrú, Fagradalsvegi enda standa Egilsstaðir á krossgötum.

Klúbbsystur komu líka saman eina kvöldstund og hönnuðu léttar prjónaskjóður sem þær báru í göngunni.

Ágústína, sem er fædd á Haukagili í Vatnsdal líkt og Bríet Bjarnhéðinsdóttir, segir að göngunni hafi klúbbsystur viljað minnast formæðranna sem gengu stundum prjónandi á milli bæja. „Konur gerðu þetta hér áður til að nýta allan tíma og þetta gekk ljómandi vel í dag."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.