„Fólk er ekki að bíða eftir því að vera skemmt"

bryggjuhatidHverfis- og bryggjuhátíð Reyðarfjarðar verður haldin næstkomandi laugardag.

Hátíðin samanstendur af fjölbreyttum viðburðum sem mynda skemmtilega dagskrá.

Fjölbreytt Actionverkefni á vegum Alcoa Fjarðaáls verða víðsvegar um bæinn milli klukkan 13:00 og 17:00. Til dæmis verður boðið upp á stutt námskeið í jóga, markmiðasetningu og kajakróðri. Upplýsingamiðstöðar í tengslum við Action-verkefnin verða í Sómahúsinu og við Andapollinn.

Milli klukkan 13:00 og 17:00 verður viðburðurinn „Beint úr skotti" við Fróðleiksmolann, en fólk er hvatt til þess að fylla skottið á bílnum með handverk, geymsludót eða annan söluvarning og mæta á bílastæðið þar sem markaðurinn fer fram.

Grillaðar pylsur verða við verslun BYKO klukkan 13:00.

Milli klukkan 17:00 og 20:00 verður hverfasgrill, þar sem íbúar hittast, grilla saman og hafa það skemmtilegt. Í anda tilefnisins verða hverfin nefnd eftir bryggjunum á svæðinu – eins og Dokkin, Gamla kaupfélagsbryggjan og Mjóeyrarhöfn.

Blásið verður til sjálfrar bryggjuhátíðarinnar klukkan 20:00. Um er að ræða fjölskylduvæna hátíð í kvöldvökustíl á túninu við Sesam bakarí. Þar stíga heimamenn á stokk auk þess sem Helgi Björns tekur nokkur vel valin lög.


Helförin og Hernámshlaup Íslandsbanka

Fleiri viðburðir verða á staðnum þennan dag.

Að morgni laugardags verður harmsögunnar við Veturhús minnst með göngu sem nefnist Helförin. Gengin verður sama leið og herflokkurinn fór yfir í janúar 1942 þar sem átta hermenn létust. Mæting í Helförina er við Veturhús kl. 09:00 en gangan er hluti af Gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð.

Hið árlega Hernámshlaup Íslandsbanka verður á laugardagsmorgunin klukkan 10:00. Mæting er við Íslandsbanka á Reyðarfirði og hægt er að velja um 5 eða 10 kílómetra.


Íbúar jákvæðir og spenntir

Elísabet Reynisdóttir, einn skipuleggjenda Bryggjuhátíðarinnar, segir íbúa mjög jákvæða í garð helgarinnar. „Það er gaman að sjá hve fólk er spennt fyrir helginni, sérstaklega þó hverfishátíðinum. Það segir okkur að íbúar eru ekki að bíða eftir að láta einhverja aðra koma og skemmta sér, heldur er tilbúið til þess að skemmta sér sjálft, sem er frábært."


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.