20 ára afmæli Hernámsdagsins á Reyðarfirði

devils-piano webStemning stríðsáranna ræður ríkjum á Reyðarfirði næstkomandi sunnudag á hinum árlega Hernámsdegi.
Hátíðarhöldin í ár eru enn glæsilegri en áður í tilefni af 20 ára afmæli Íslenska stríðsárasafnsins.

Dagskráin hefst við Molann klukkan 13:30 með lúðraþyt og söng. Lagt verður af stað í Hernámsgöngu frá Molanum klukkan 14:00 þar sem gengið verður upp að Íslenska stríðsárasafninu þar sem fjölbreytt hátíðardagskrá tekur við.

Á meðal þeirra sem koma fram eru hljómsveitin Devil's Piano, sem flytur lög í anda stríðsáranna. Skemmtilegar sögur frá stríðsárunum verða rifjaðar upp og ungir hátíðargestir geta m.a. spreytt sig á vinsælum leiktækjum frá tímabilinu.

Gestum verður boðið upp á glæsilega afmælistertu og Coca Cola, en síðar um kvöldið verður reitt fram heilsteikt naut í boði Rafveitu Reyðarfjarðar.

Frekari dagskrá og upplýsingar um Hernámsdaginn verða aðgengilegar hér þegar líða fer á vikuna.

Hljómsveitin Devil's Piano, frá vinstri: Helgi Georgsson (píanó), Jón Hafliði Sigurjónsson (bassi), Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir (söngur), Hinrik Þór Oliversson (trommur) og Garðar Eðvaldsson (saxófónn).


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.