Skip to main content

Afmælisfjör alla helgina á Seyðisfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. jún 2015 09:26Uppfært 24. jún 2015 13:44

seydisfjordur april2014 0006 webÍ ár eru 120 ár frá því að Seyðisfjörður hlaut kaupstaðarréttindi og verður þeim tímamótum fagnað með veglegri afmælisdagskrá á staðnum sem stendur frá fimmtudegi fram á sunnudag.


Dagskráin er sérlega glæsileg og ættu allir að hafa nóg að gera alla helgina.


Fimmtudagur

Hátíðin verður sett á fimmtudaginn klukkan 20:00 við gamla skóla. Þar verða flutt ávörp, tónlistaratriði og önnur skemmtiatriði og boðið upp grill.


Föstudagur

Á föstudaginn verða opnaðar listasýningar, Tækniminjasafnið verður opið og hægt verður að fá leiðsögn um bæinn.
Pétur Jóhann verður með uppistand í Herðubreið um kvöldið og Andrea Gylfa og Edda Lár leika fyrir gesti á Norð Austur Sushi bar.


Laugardagur

Geirahús verður opið á laugardaginn, götumarkaður verður í Norðurgötu og harmonikutrall við Ölduna. Björgunarsveitin Ísólfur sýnir tækin í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar

Málverkasýning eftir Eddu Heiðrúnar Bachmann verður í gamla sjúkrahúsinu, sem og sýning á keramik verkum Kristbjargar. Guðmundsdóttur. Andrea Gylfa & Eddi Lár leika fyrir gesti

Hátíðarkvöldverður verður í íþróttamiðstöðinni þar sem KK & Ellen leika undir borðhaldi og Helgi Björns & félagar leika fyrir dansi. Sérstakur gestur verður Prins Póló.


Sunnudagur

Á sunnudaginn verður botninn í afmælishátíðinni sleginn með samsöng upp í Tvísöng. Sérstök áhersla verður lögð á barnalög og almenna gleði.

Dagskrána í heild sinni má sjá hér.