Afmælisfjör alla helgina á Seyðisfirði

seydisfjordur april2014 0006 webÍ ár eru 120 ár frá því að Seyðisfjörður hlaut kaupstaðarréttindi og verður þeim tímamótum fagnað með veglegri afmælisdagskrá á staðnum sem stendur frá fimmtudegi fram á sunnudag.

Dagskráin er sérlega glæsileg og ættu allir að hafa nóg að gera alla helgina.


Fimmtudagur

Hátíðin verður sett á fimmtudaginn klukkan 20:00 við gamla skóla. Þar verða flutt ávörp, tónlistaratriði og önnur skemmtiatriði og boðið upp grill.


Föstudagur

Á föstudaginn verða opnaðar listasýningar, Tækniminjasafnið verður opið og hægt verður að fá leiðsögn um bæinn.
Pétur Jóhann verður með uppistand í Herðubreið um kvöldið og Andrea Gylfa og Edda Lár leika fyrir gesti á Norð Austur Sushi bar.


Laugardagur

Geirahús verður opið á laugardaginn, götumarkaður verður í Norðurgötu og harmonikutrall við Ölduna. Björgunarsveitin Ísólfur sýnir tækin í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar

Málverkasýning eftir Eddu Heiðrúnar Bachmann verður í gamla sjúkrahúsinu, sem og sýning á keramik verkum Kristbjargar. Guðmundsdóttur. Andrea Gylfa & Eddi Lár leika fyrir gesti

Hátíðarkvöldverður verður í íþróttamiðstöðinni þar sem KK & Ellen leika undir borðhaldi og Helgi Björns & félagar leika fyrir dansi. Sérstakur gestur verður Prins Póló.


Sunnudagur

Á sunnudaginn verður botninn í afmælishátíðinni sleginn með samsöng upp í Tvísöng. Sérstök áhersla verður lögð á barnalög og almenna gleði.

Dagskrána í heild sinni má sjá hér.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.