Austurrískt stuðband í Bláu kirkjunni í kvöld – Myndband

merry poppinsAusturríska gleðisveitin The Merry Poppins kemur fram á tónleikum Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði í kvöld. Austfirskum tónlistarunnendum gefst þar tækifæri að berja augum hljómsveit sem farið hefur víða um lönd.

Í tónlist sveitarinnar ægir saman ýmsum tónlistarstefnum þannig að úr verður blanda sem varla heyrist annars staðar. Sótt er í dixíe, reggí, ska, balkneskt popp, polka, jazz, blús og guð má vita hvað.

The Merry Poppins hafa farið um víða um heim og spiluðu til að mynda í Ísrael í vor. Þeir eru nýbúnir að spila á hátíðum í Þýskalandi og halda héðan áfram til Slóveníu.

Sveitin hefur þannig farið úr að vera þekkt í þröngum hópi í að vera vinsælt tónleikaband á alþjóðlegum vettvangi og verið borðið að koma fram á alþjóðlegum jazzhátíðum svo sem í Egyptalandi og Rúmeníu.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.