Leggur út í hópfjármögnunum til að koma út lífsreynsluskáldsögu

asgeir hvitaskald mai15 0002 webEgilsstaðabúinn Ásgeir Þórhallsson, sem flestir þekkja sem Ásgeir Hvítaskáld, stendur nú fyrir hópfjármögnun í gegnum Karolina fund til að koma út öðru bindi af lífsreynsluskáldsögunnar „Á flótta undan vindinum."

Sagan er um ungan mann sem fer í ferðalag því honum finnst hann þura að skoða heiminn áður en alvara lífsins tekur við.

Fyrra bindið kom út árið 2007 og lauk honum á rangli í Kaupmannahöfn. Í framhaldinu er farið á Woodstock, kvikmyndahátíð í Cannes og loks til Katmandú í Nepal þar sem hann horfist í augu við Búdda.

Ásgeir er rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri. Hann hefur sent frá sér bækur fyrir aldna sem unga, samið tónlist, gert heimildamyndir, svo sem um hreindýraveiðar á Austurlandi og kvikmyndina Glæpur og samviska.

Söfnunin stendur út vikuna. Nánar má lesa um hana og um bókina hér á Karolina Fund


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.