Gestir þreyttir en sælir eftir Eistnaflug

eistnaflug 2014 0046 webGestir Eistnaflugs héldu flestir til síns heima á sunnudag eftir fjögurra daga tónlistarveislu. Eftir því sem næst verður komist gekk hátíðin vel og ekki er annað að sjá miðað við deilingar gesta á samfélagsmiðlum.

Veðrið setti nokkurt strik í reikninginn en svo fór að dyr Egilsbúðar voru opnaðar fyrir þá sem vildu komast undir þak frekar en vera í tjöldum.

Tónleikar sveitanna Muck of Doom, Enslaved og Behemouth virðast hafa vakið sérstaka athygli og sömuleiðis nærvera Reynir Þórs Eggertssonar, eins þekktasta Eurovision-sérfræðings Íslands.

Og spenningurinn er svo mikill að þegar er byrjað að selja miða á hátíðina á næsta ári.

Austurfrétt tók saman það helsta sem birtist undir myllumerkinu Eistnaflug yfir síðustu viku.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.