Helgin: Messað í Klyppsstaðarkirkju á sunnudag

klypsstadakirkjaÁrleg messa í Klyppstaðarkirkju í Loðmundarfirði verður á sunnudaginn. Listahátíðinni LungA lýkur á Seyðisfirði á morgun og í Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík stendur yfir myndlistarsýning.

Sr. Þorgeir Arason predikar og þjónar fyrir altari í messunni á Klyppsstað ásamt sr. Vigfúsi I. Ingvarssyni. Félagar úr Kór Seyðisfjarðarkirkju leiða almennan söng. Kirkjukaffi drukkið í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.

Ferðafélagið stendur í tengslum við messuna fyrir kirkjuferð eldri borgara á Klyppstað í leiðsögn sr. Vigfúsar. Til kirkjunnar þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra en messan hefst klukkan 14:00. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum.

Listahátíðinni LungA á Seyðisfirð lýkur um helgina en þar hafa yfir 120 ungmenni tekið þátt í átta listasmiðjum í vikunni. Afrakstur þeirra verður sýndur á lokasýningu sem hefst 14:00 á morgun.

Í kvöld verður danssýning í Herðubreið og hátíðinni lýkur að vanda að kvöldi laugardags með stórtónleikum. Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Sykur, Grísalappalísa, DJ flugvél og geimskip og Reykjavíkurdætur.

Í Hótel Bláfelli hanga í sumar uppi myndir í móttökunni með myndum eftir Kristínu E. Guðjónsdóttur. Kristín nam hjá Margréti Zophaníasdóttur myndlistakonu og kennara á árunum 2009-2014. Myndirnar eru málaðar á masónít með olíulitum.

Tónleikaröð sumarsins heldur áfram í Fjarðaborg á Borgarfirði. Að þessu sinni mæltir til tökulagasveitin Killer Queen sem spilar helstu lög bresku sveitarinnar Queen. Heimamaðurinn Magni Ásgeirsson fer þar fremstur í flokki.

Mynd: Magnús R. Jónsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.