Austfirska myndlistarkonan Lóa fulltrúi Íslendinga á alþjóðlegri sýningu
Listakonan Ólöf Björg Bragadóttir, betur þekkt sem Lóa, er fulltrúi Íslendinga á alþjóðlegri myndlistarsýningu sem nú stendur yfir í Marseille í Frakklandi.Það var borgarstjórinn Jean-Claude Gaudin sem opnaði sýninguna þann 19. júní síðastliðinn en sýningunni lýkur á morgun.
Í þeim tilgangi og til upplýsingar um það alþjóðlega flæði sem á sér stað í Marseille, stendur Maison de l'Artisanat og Métiers d'Art fyrir því að sameina í þriðja sinn þá menningarhópa sem tengjast borginni í gegnum sendiráð hverrar þjóðar, fyrir sýningunni Consul'Art. Þar kynna samtals listamenn frá 71 landi listaverk og handverk.
Fulltrúar Íslands eru Lóa með verkið Straumar og Anna Gunnarsdóttir, hönnuður með verk sitt Norðurljós.
Náttúruöflin eru ein helsta uppspretta hugmynda í verkum Lóu. Hin sífellda hreyfing og umbreyting sem á sér stað í náttúrunni eru þeir meginþættir sem liggja til grundvallar verka hennar. Hún hefur unnið með ólíka miðla í myndlist sinni til þessa en þó aðallega með málverkið, oftast á óhlutbundinn hátt með blandaðri tækni á pappír eða striga.
Fyrr í sumar átti Lóa myndir á sýningunni „Að bjarga heiminum" í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Sigurður Ingólfsson og Ólöf Björk Bragadóttir taka þátt í sýningunni fyrir hönd aðfluttra Austfirðinga:
Hún sýndi þar myndröðina Flæði en það eru verk sem unnin voru fyrir sýninguna Fljótið til að minnast Lagarfljótsins fyrir virkjunarframkvæmdir.
Hún vinnur með liti og form í tengslum við það hvernig náttúran hegðar sér, stundum ófyrirsjáanlega en í stöðugum samhljómi
Eiginmaður Lóu, Sigurður Ingólfsson, tók einnig þátt í sýningunni með myndum úr bókinni Ég þakka. Sigurður vann þar út frá örlitlu hlutunum sem eru allrar þakkar verðir: