Ætlar þú að skella þér í sirkus um helgina?

sirkus islands franskir dagar webSirkus Íslands ferðast um landið í sumar og verður á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði 23. – 26. júlí.


Á Fáskrúðsfirði sýnir sirkusinn þrjár mismunandi sýningar: Fjölskyldusýninguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og fullorðinskabarettinn Skinnsemi.

Sirkusinn sýnir í sirkustjaldinu Jöklu, sem verður staðsett miðsvæðis, og mun 14 metra háa rauða og hvóta sirkustjaldið varla fara framhjá neinum sem á leið um bæinn.

Heima er best er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkus Íslands. Sýningin er tveir tímar með kortérs hléi og hentar öllum frá fimm ára aldri og þolinmóðum yngri krökkum. Grippl, húlla, loftfimleikar, einhjólalistir og svo margt fleira er sett saman svo úr verður sannkölluð sirkusupplifun, með öllu sem tilheyrir sirkustöfrunum. Öll tónlistin sem notast er við í sýningunni er íslensk svo útkoman er heimaræktaður íslenskur sirkus af bestu gerð. Heima er best er fjórða og stærsta fjölskyldusýning Sirkus Íslands og sú fyrsta sem sniðin er fyrir og sett upp í alvöru sirkustjaldi.

S.I.R.K.U.S. sýningin er fyrir yngstu áhorfendurna, en þó ekki á kostnað eldri áhorfenda. Hún er klukkutími og er miðuð við þriggja til tíu ára. Hún er styttri en Heima er best og er hugljúf, stutt og í henni er örlítill söguþráður. Sýningin er frábær kynning á sirkuslistum fyrir unga áhorfendur. Ýmsar litríkar persónur sem börnin þekkja geta birst á sviðinu og jafnvel tekist á loft – og bófi reynir að stela senunni. Sýningin er skemmtilegt samkrull sirkusatriða úr öllum áttum svo úr verður ógleymanleg skemmtun.

Skinnsemi er kabarettsýning fyrir fullorðna með sirkusívafi. Sýningin er ekki fyrir viðkvæma - en er sannarlega fyrir víðsýna. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og hefur sirkusinn vínveitingaleyfi á þessum sýningum. Innblástur er sóttur í burlesque- og vaudeville-sýningar þriðja og fjórða áratugarins, en formið var endurvakið á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Loftfimleikar, eldur, jafnvægislistir, fjaðrir, tónlistaratriði, lista- og lostamenn, húllahringir, trúðslæti og allt fullorðins. Mismunandi gestalistamenn verða með á hverjum stað, svo sýningarnar eru ekki eins frá einum stað til annars.

Hægt er að kynna sér tímasetningar og verð hér.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.