Skip to main content

Varað við bláum skrímslum á Egilsstöðum á morgun

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. maí 2013 11:33Uppfært 02. maí 2013 21:59

cookie monsterGefin hefur verið út viðvörun vegna blárra skrímsla sem verða á ferð um Egilsstaði á morgun. Nokkurt háreysti kann að stafa frá skrímslunum en þau eru annars meinlaus, félagslynd og sjúk í smákökur.


Um er að ræða útskriftarnemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum sem verða að dimmitera. Þau verða klædd í líki Smákökuskrímlisins (Cookie Monster) úr bandarísku barnaþáttunum um Sesamstræti.

Skrímslin verða á ferli í bænum í ratleik. Talsmaður skrímslanna segir þau vilja biðja fyrirfram afsökunar á því ónæði sem bæjarbúar gætu orðið fyrir af þeirra völdum.

Þau eru samt eins og fleiri skrímsli. Eilítið klunnaleg í samskiptum en afar vingjarnleg við nánari kynni.