Hjörleifur Guttormsson sýnir ljósmyndir á Skriðuklaustri
Sýningin ber nafnið Eyjar fyrir Austurlandi og eru ljósmyndir sem Hjörleifur hefur tekið í Bjarnarey, Seley, Skrúði og Papey, þær elstu frá 1972 og þær yngstu frá 2011.
Hjörleifur er náttúrufræðingur og höfundur tíu bóka um Austurland, að Vatnajökli og Vatnajökulsþjóðgarði meðtöldum.
Í safninu eru sjö árbækur Ferðafélags Íslands, gefnar út á árunum 1974–2013 og sú áttunda um Upphérað er í burðarliðnum. Auk texta hefur hann lagt til flestar myndir í bækur sínar og þeim fylgja vandaðir uppdrættir eftir Guðmund Ó Ingvarsson landfræðing.
Hjörleifur er þekktur baráttumaður fyrir náttúru- og umhverfisvernd, en jafnframt er hann áhugamaður um sögu og fornminjar, sem hann hefur látið skrá og kanna í samvinnu við fornleifafræðinga frá Byggðasafni Skagfirðinga, systurnar Guðnýju og Bryndísi Zoëga.
Hjörleifur hefur mikið verið orðaður við fjöll og fjallgöngur, en hér bregður hann upp myndum frá fjórum eyjum úti fyrir Austurlandi, sem hann hefur heimsótt á löngu árabili (1972–2011).
Hann stendur nú á áttræðu og vinnur ótrauður að rannsóknum sem tengjast sögu og náttúru Austurlands.
Sýningin opnar á morgun klukkan 16:00 og stendur til stendur til 28. Ágúst.