Iceland Monitor kallar Norð Austur besta sushistað landsins

nord austur sushiBlaðamaður Iceland Monitor segir að Norð Austur sushi-staðurinn á Seyðisfirði sé sá besti í sínum geira á landinu. Staðurinn hefur fengið frábærar viðtökur hjá heimamönnum sem gestum á sínu fyrsta sumri.

„Maturinn á Norð Austur sushi er svo magnaður að ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fengið betri japanskan mat á Íslandi og gullfallegt umhverfið ljáir honum sannarlega magnþrunginn blæ.

Ég mæli alltaf með heimsókn til Seyðisfjarðar og í hreinskilni sagt þá er það þess virði að gera sér sérstaka ferð á þennan stað."

Þetta ritar blaðamaður Iceland Monitor, hliðarafurðar Mbl.is sem fjallar um íslensk málefni á ensku í dómi sínum um staðinn.

Staðurinn er staðsettur á efri hæð Hótel Öldunnar í miðbæ Seyðisfjarðar, var opnaður í byrjun sumars og er opinn til 5. september.

„Okkur fannst Seyðisfjörður þurfa fjölbreyttari veitingastaði," er haft eftir Davíð Kristinssyni sem einnig á Ölduna og Skaftfell Bistro með Dýra Jónssyni.

Hann segir þá félagana hafa leitað eftir framúrskarandi sushi-kokkum, sem væru tilbúnir að breyta til og fara til Seyðisfjarðar, í Bandaríkjunum og Evrópu. Tveir komu frá New York og sá þriðji frá Spáni og hafa kunnað vel við sig á staðnum, að sögn Davíðs.

Það auki á ánægju þeirra að fá ferskt fiskmeti beint frá heimamönnum á staðnum.

Austfirðingar hafa verið duglegir við að heimsækja staðinn í sumar og verið ánægðir með, miðað við umræðu á samfélagsmiðlum og kaffistofum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.