Sirkus Baldoni heimsækir Egilsstaði, Eskifjörð og Norðfjörð

IMG 6663 webDanski sirkusinn kemur til landsins á morgun í árvissa heimsókn sína. Sýnt verður á þremur stöðum á Austurlandi í ferðinni. Sirkusinn er með nýja sýningu í ár sem fengið hefur góðar viðtökur í Danmörku.

Á sýningu ársins hitta gestir fyrir listafólk frá Eþíópíu, Mongólíu, Rússlandi, Sviss og auðvitað Danmörku. Allir vita að hlauparar frá Eþíópíu eru meðal heimsins bestu og hröðustu hlaupara en það vita ekki allir að þeir hafa til að bera sérstaka líkamlega eiginleika sem gerir þá ofursnögga og kraftmikla.

Gestir fá einnig tækifæri til að upplifa einstakt atriði tveggja listamanna þar sem annar leikur listir sínar með hinn með því að kasta honum upp í loftið með fótunum í kollhnísa og snúninga á ofurhraða.

Slöngumanneskjur frá Mongólíu sýna ótrúlegar listir með líkamanum þar sem þær vinda sér upp og í kringum hvort annað með glæsibrag.

Rússar eru þekktir um allan heim fyrir mikla hæfileika í sirkus. Listamann á einhjóli sýnir leikni sína og hæfileikarík listakonu leikur listir sínar með fótunum.

Ekki má heldur gleyma talandi ljóninu Leonardo sem kynnir atriðin með Baldoni sirkusstjóra og trúðinum Danilo.

Sirkus Baldoni var stofnaður í Danmörku árið 2002 og heimsótti Ísland í fyrsta skipti árið 2008 og kom aftur árin 2009 og 2014. Í hvert skipti hefur sirkusinn boðið upp á ný sýningaratriði. Eftir sýninguna á Íslandi mun Baldoni halda ferð sinni áfram til Færeyja.

„Ég er ekki fæddur inn í sirkusheiminn, en ég hef brennandi löngun til að skemmta áhorfendum og koma þeim á óvart þannig að það snerti fólk. Þess vegna er það alveg einstök upplifun að koma og sjá Sirkus Baldoni", segir René Mønster, sirkusstjóri.

Sirkusinn hefur ferð sína um Austurland annað kvöld á Egilsstöðum en sýnir á Eskifirði á þriðjudag og Norðfirði á miðvikudag. Allar sýningarnar hefjast klukkan 19:00 og eru í íþróttahúsum staðanna.

Sýnt er á auðskilinni ensku. Miðasala er á midi.is sem og við innganginn einni klukkustund fyrir sýningu.

Frá sýningu Baldoni á Norðfirði í fyrra. Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.