„Finnst ennþá gaman í Lego": Hafþór Atli Rúnarsson í yfirheyrslu
![hafþór atli](/images/stories/news/folk/hafþór_atli.jpg)
Héraðsbúinn Hafþór Atli Rúnarsson er formaður félagsins.
„Spyrnir hefur verið til sem knattspyrnufélag frá árinu 2008. Áður fyrr hét knattspyrnuliðið á Egilsstöðum Spyrnir, en það sameinaðist svo íþróttafélaginu Hetti.
Eftir að ég hætti sjálfur að spila með Hetti árið 2007 ákvað ég ásamt Pétri Fannari Gíslasyni, Hilmari Gunnlaugssyni, Hauki Kjerúlf og Davíð Sigurðarsyni (betur þekktur sem Dassi) að endurvekja Spyrni fyrir unga og efnilega leikmenn Hattar sem og okkur hina sem annað hvort gátum of lítið, eða vildum eyða minni tíma í fótbolta.
Þetta gerðum við í samstarfi við Hött og hét sameiginlegur 2. flokkur karla Höttur/Spyrnir og gátum við því leyft strákum sem voru á „annars flokks aldri" að leika meistaraflokks-knattspyrnu snemma, en það kom sér vel fyrir marga stráka sem leika með Hetti í dag.
Við spiluðum í gamla austurlandsriðlinum í 3. deildinni, en eftir að leikmönnum fækkaði á svæðinu og liðin að austan fóru að færa sig upp um deildir, var ekki grundvöllur fyrir frekari þátttöku á Íslandsmóti í bili. Við höfum spilað undanfarin ár í hinni frábæru deild sem UÍA heldur utan um og heitir Launaflsbikarinn í dag.
Okkur hefur gengið misvel, tókum titilinn síðast árið 2010. Eftir að ég tók við þessu aftur höfum við undanfarin tvö á lent í öðru sæti, en náðum loks að landa titlinum í ár. Sú tilfinning var mjög góð, enda langaði okkur öllum að ná dollunni aftur. Ég var farinn að taka þessu full alvarlega í sumar og var meira segja byrjaður að halda töflufundi fyrir leiki!
Það er alveg ljóst að UÍA er að gera mjög góða hluti með þessa utandeild, því hún er mun sterkari en hún var fyrir nokkrum árum og er vel haldið utan um hana.
Slík deild er nauðsynleg fyrir svona fótboltasjúklinga eins og mig og fleiri sem vilja stunda íþróttina, en kannski ekki á fullum krafti eins og liðin á Austurlandi sem eru að keppa á Íslandsmótinu. Við leyfum ungum og efnilegum strákum, sem ekki eru alveg tilbúnir í meistaraflokk, að spila sem og strákum sem hafa ekki verið í byrjunarliði hjá sínum liðum yfir þriggja til fjögurra vikna tímabil.
Ég nefndi það við félaga minn um daginn að þessi deild væri eiginlega búin að taka við gamla Austurlandsriðlinum í 3. Deild, því í sumar bættust Neisti D, Einherji B og Leiknir B við. Að Spyrnismenn verðum að sjálfsögðu að ári og reynum að verja titilinn.
Skemmtilegast við þetta, fyrir utan það að spila fótbolta, er að heimsækja nágranna-bæjarfélögin og er alltaf vel tekið á móti okkur, sama hvert er komið. Þó sérstaklega á Borgarfirði, en þar höfum við mætt vinum okkar í UMFB tvö ár í röð á „Bræðsluleiknum" fræga – sem er án þess að ýkjaneitt – eins og að spila úrslitaleik í meistararadeildinni. Allavega næstum því.
Fullt nafn: Hafþór Atli Rúnarsson.
Aldur: 31 árs.
Menntun: Viðskiptafræðingur.
Starf: Viðskiptastjóri hjá Landsbankanum.
Maki: Jóhanna Björk Magnúsdóttir, kennari.
Börn: Kristófer Bjarki 7 ára og Tómas Orri 3 ára
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Torfærukappi eða gröfukarl.
Hver er þinn helsti kostur? Kem vel fram við náungann.
Hver er þinn helsti ókostur? Fer allt of seint að sofa.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör.
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Einn Miller. Kannski tvo.
Markmið fyrir veturinn? Koma mér í stand svo ég komist í liðið hjá Spyrni næsta sumar. Kemst varla á bekkinn í dag.
Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Auðvelt. Að fljúga.
Syngur þú í sturtu? Nei, ég er glataður söngvari. Þegar átti að taka upp stuðningsmannalag Hattar var ég, ásamt tíu öðrum, í bakröddum og því mjög ólíklegt að það myndi heyrast hvað ég væri slakur. Var samt rekinn.
Hvað bræðir þig? Strákarnir mínir eiga það nú til að bræða mann (hér er ekki verið að tala um Spyrnisstrákana).
Hvernig líta kosífötin þín út? Afklipptar 15 ára gamlar Adidas (stutt)buxur með málningarblettum og stóru gati í klofinu. Ragga mágkona mín fékk þær meira segja lánaðar í sumar þær eru svo þægilegar. Svo bara einhver fáranlega ljótur bolur við. Fer stundum í dressinu út í búð meira segja.
Hver er fyrirmyndin þín? Pabbi
Fyrsta æskuminningin? Ég var í Sólvallagenginu. Var líka alltaf með heimasmíðaðan Lego torfærubíl út í einhverjum moldarhaug – mér finnst ennþá gaman í Lego.
Topp þrjú á „bucket listanum"? Byggja mér hús í einhverju formi, kíkja með Jóu til New York og fara í hjólaferð til Ítalíu.
Hvað hræðist þú? Að ég muni aldrei gera klára „bucket-listann" og að Spyrnir nái ekki að verja titilinn 2016.
Draumastaður í heiminum? Ég get skemmt mér allsstaðar.
Hvaða manneskju úr mannkynssögunni værir þú helst til að hitta yfir kaffibolla? Robin Williams.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Góður smekkur – til dæmis þegar einhver fílar sömu þætti og ég, Breaking Bad og svona. Svo er nú alltaf gott að vera heiðarlegur og kurteis.
Eiga Spyrnismenn heima í úrvalsdeildinni? Nei, ekki sem lið. Við erum rólegir. En vonandi enda einhverjir núverandi eða fyrrverandi leikmenn okkar þar einn daginn.
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Við Spyrnismenn ætlum að halda lokahóf og fá okkur gott að borða. Svo er spurning með ball? Einhver með?
Skemmtilegast við þetta, fyrir utan það að spila fótbolta, er að heimsækja nágranna-bæjarfélögin og er alltaf vel tekið á móti okkur, sama hvert er komið. Þó sérstaklega á Borgarfirði, en þar höfum við mætt vinum okkar í UMFB tvö ár í röð á „Bræðsluleiknum" fræga – sem er án þess að ýkjaneitt – eins og að spila úrslitaleik í meistararadeildinni. Allavega næstum því.
Fullt nafn: Hafþór Atli Rúnarsson.
Aldur: 31 árs.
Menntun: Viðskiptafræðingur.
Starf: Viðskiptastjóri hjá Landsbankanum.
Maki: Jóhanna Björk Magnúsdóttir, kennari.
Börn: Kristófer Bjarki 7 ára og Tómas Orri 3 ára
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Torfærukappi eða gröfukarl.
Hver er þinn helsti kostur? Kem vel fram við náungann.
Hver er þinn helsti ókostur? Fer allt of seint að sofa.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör.
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Einn Miller. Kannski tvo.
Markmið fyrir veturinn? Koma mér í stand svo ég komist í liðið hjá Spyrni næsta sumar. Kemst varla á bekkinn í dag.
Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Auðvelt. Að fljúga.
Syngur þú í sturtu? Nei, ég er glataður söngvari. Þegar átti að taka upp stuðningsmannalag Hattar var ég, ásamt tíu öðrum, í bakröddum og því mjög ólíklegt að það myndi heyrast hvað ég væri slakur. Var samt rekinn.
Hvað bræðir þig? Strákarnir mínir eiga það nú til að bræða mann (hér er ekki verið að tala um Spyrnisstrákana).
Hvernig líta kosífötin þín út? Afklipptar 15 ára gamlar Adidas (stutt)buxur með málningarblettum og stóru gati í klofinu. Ragga mágkona mín fékk þær meira segja lánaðar í sumar þær eru svo þægilegar. Svo bara einhver fáranlega ljótur bolur við. Fer stundum í dressinu út í búð meira segja.
Hver er fyrirmyndin þín? Pabbi
Fyrsta æskuminningin? Ég var í Sólvallagenginu. Var líka alltaf með heimasmíðaðan Lego torfærubíl út í einhverjum moldarhaug – mér finnst ennþá gaman í Lego.
Topp þrjú á „bucket listanum"? Byggja mér hús í einhverju formi, kíkja með Jóu til New York og fara í hjólaferð til Ítalíu.
Hvað hræðist þú? Að ég muni aldrei gera klára „bucket-listann" og að Spyrnir nái ekki að verja titilinn 2016.
Draumastaður í heiminum? Ég get skemmt mér allsstaðar.
Hvaða manneskju úr mannkynssögunni værir þú helst til að hitta yfir kaffibolla? Robin Williams.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Góður smekkur – til dæmis þegar einhver fílar sömu þætti og ég, Breaking Bad og svona. Svo er nú alltaf gott að vera heiðarlegur og kurteis.
Eiga Spyrnismenn heima í úrvalsdeildinni? Nei, ekki sem lið. Við erum rólegir. En vonandi enda einhverjir núverandi eða fyrrverandi leikmenn okkar þar einn daginn.
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Við Spyrnismenn ætlum að halda lokahóf og fá okkur gott að borða. Svo er spurning með ball? Einhver með?