Minningarstund í Egilsstaðakirkju á fimmtudagskvöldið

kerti10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Minningarstund verður því haldin í Egilsstaðakirkju fimmtudagskvöldið 10. september klukkan 20:00.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina og flytur hugvekju. Sigrún Þórarinsdóttir, félagsmálastjóri Fjarðabyggðar, segir frá eigin reynslu af ástvinamissi.

Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi, flutt verður tónlist og boðið upp á kaffisopa í lokin.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.