Fjölbreytt helgi framundan

gottalent2Tónlist mun óma um allan fjórðunginn um helgina ásamt fleiri menningarviðburðum. Sem fyrr skal tekið fram að upptalningin er engan vegin tæmandi.

Öll helgin:

Eskfirskti tenórinn Þorsteinn H. Árbjörnsson og Þorvaldur Örn Davíðsson píanóleikari munu halda tónleika í Egilsstaðakirkju á föstudag klukkan 20:00 og í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á sunnudaginn klukkan 16:00. Flutt verða þekkt íslensk sönglög og þekktar aríur. Nánar má lesa um viðburðinn hér.  


Föstudagur:

Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frá Stöðvarfirði og sellóleikarinn Maja Bugge frá Vesterålen í Noregi og halda tónleika í óvenjulegum tónleikahúsum með óvenjulegum hljómi. Þau halda meðal annars tónleika í gamla olíutanki Eskju á Eskifirði í dag, föstudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00, en nánar má lesa um þá hér.


Laugardagur:

Litla ljóðahátíðin – ljóðaganga í Hallormsstað klukkan 13:00. Létt og ganga með ljúfum áningum þar sem skáld lesa úr verkum sínum. Varðeldur og ketilkaffi fyrir gesti og gangandi. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Hljómsveitin Dútl heldur tónleika í nýja bragganum við Stríðsárasafni á Reyðarfirði klukkan 21:00 á laugardagskvöld. Þar mun sveitin flytja lög af „brátt-útkominni" plötu sinni í bland við uppáhalds lögin sín. Hin bráðefnilega hljómsveit MurMur mun hita upp en þeir stefna á Músíktilraunir og hafa verið að spila á fullu undanfarið. Nánar má lesa um tónleikana hér.


Sunnudagur:

Áhreyrnarprufur fyrir sjónvarpsþáttinn Ísland got talent verða í Valaskjálf á sunnudaginn klukkan 11:00. Skráning í prufurnar fer fram hér.

Kirkjukórar Stöðvarfjarðarkirkju, Heydalakirkju og Djúpavogskirkju halda sameiginlega tónleika á sunnudaginn. Tónleikarnir verða í Djúpavogskirkju klukkan 14:00 og í Stöðvarfjarðarkirkju klukkan 17:30.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.