„Heimalandið er alltaf draumalandið": Þorsteinn Árbjörnsson í yfirheyrslu

Þorsteinn Ásbjörnsson webEskfirski tenórinn Þorsteinn Árbjörnsson heldur tvenna tónleika ásamt píanóleikaranum Þorvaldi Erni Davíðssyni á Austurlandi um helgina.

Tónleikarnir nefnast Draumalandið NO 1 og verða í Egilsstaðakirkju í kvöld klukkan 20:00 og á Eskifirði á sunnudaginn klukkan 16:00.

Þorsteinn er BM (Bachelor of Music) frá Oberlin Conservatory í Ohio og hefur aðallega starfaði í óperu- og tónleikahúsum í Bandaríkjunum.

Draumalandið NO 1 er tónleikaröð en þeir félagar mun einnig halda tónleika á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum og í Mexíkó. Aðspurður um nafnið á tónleikunum segir Þorsteinn;

„Mér þótti það bara passa mjög vel við þetta verkefni, en auðvitað er heimalandið alltaf draumalandið og maður á aldrei eftir að gleyma þeim tíma sem maður átti hér.

Það erum um fjögur ár síðan ég var með tónleika hér fyrir austan síðast. Það er nauðsynlegt fyrir mig að geta komið heim og sungið fyrir fólkið mitt, en þeirra stuðningur hefur alltaf verið mér mjög mikilvægur."


Fullt nafn: Þorsteinn H. Árbjörnsson.

Aldur: 33.

Starf: Óperusöngvari.

Maki: Katherine Butler.

Börn: Engin.

Búseta: New York.

Duldir hæfileikar? Góður kokkur.

Mesta afrek? Mjög stoltur að syngja í Carnegie Hall og hjá Íslensku óperunni.

Ertu nammigrís? Nei alls ekki.

Besta bíómynd allra tíma? Shawshank Redemption.

Hver er þinn helsti kostur? Fljótur að læra.

Hver er þinn helsti ókostur? Get verið aðeins of rólegur í tíðinni.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Dagarnir hjá mér eru voðlega lítið týpiskir. Það fer allt eftir því hvað er á döfinni hverju sinni.

Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Mánudagur, vegna þess að hann er oftast eins og frídagur fyrir mig. Æfingar eru í vikunni fyrir sýningar og svo fer helgin í sýningar. Mánudagur fyrsti dagurinn eftir allt og þá slappar maður af.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Nicola Tessla.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Traust.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að setja ný rúmföt á rúmið, jafnvel þótt að það taki enga stund. Ég veit ekki ahverju. Mér finnst gaman að ryksuga og strauja en setja á rúmið er hræðilegt.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Mjög erfitt að segja. Akkúrat núna er uppáhalds arían mín Seul sur la terre úr Dom Sebastien eftir Donizetti sem enginnn kannast við vegna þess að þessi ópera er sjaldan flutt.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ítalskur matur.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Haust, en þá er mildasta og besta veðrið í New York.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Örugglega sjómaður eins og pabbi.

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Syngja tvenna tónleika og eyða tíma með fjölskyldunni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.