Takk fyrir ástina: Undir okkur komið að mynda það samfélag sem við viljum búa í
![philippe clause crop](/images/stories/news/folk/philippe_clause_crop.jpg)
„Við erum samfélagið og það er bara undir okkur komið að gera það heilbrigt. Ég vona að við getum lært að henda fordómunum og farið að veita því athygli hve fallegar manneskjur við erum," skrifar Philippe í öðru bréfi sem hann birti í morgun.
Á mánudag lýsti hann því hvernig hann hefði mátt sæta endurteknum heimsóknum lögreglu og mátt þola bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í sinn garð. Í kjölfarið fékk hann fjölda stuðningsyfirlýsinga sem hann þakkar fyrir í dag.
„Ég von að ég hafi veitt samfélaginu eitthvað til að hugsa um og skapi svigrúm fyrir þakklæti gagnvart því að við séum eins og við erum.
Ástarjátningar ykkar hitta mig beint í hjarta stað og gera mig stoltan af því að vera hluti af þessu yndislega og ástríka samfélagi."