Skip to main content

Rúllandi snjóbolti verðlaunaður

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. okt 2015 11:58Uppfært 05. okt 2015 12:02

alfa freysdottirHin árlegu menningarverðlaun SSA voru afhent á aðalfundi sambandsins á Djúpavogi um liðna helgi.



Að þessu sinni var það myndlistarsýningin Rúllandi snjóbolti sem hlaut verðlaunin, en þau eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í landshlutanum.

Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1999. Meðal viðburða sem hafa hlotið viðurkenninguna má nefna LUNGA, Bræðsluna, Hammondhátíð, Eistnaflug, Bláu kirkjuna og Djasshátíð Egilsstaða. Í fyrra fékk Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði verðlaunin.


Samstarfsverkefni Djúpavogs og Kína

Rúllandi snjóbolti var nú haldin annað árið í röð, en hún er sem sett er upp í hvítum teningi, byggðum inni í fyrrverandi bræðsluhúsnæði Djúpavogs.

Um er að ræða samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína. Eitt af markmiðum CEAC er að stuðla að menningarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda.

Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða listasýninguna sjálfa og hins vegar dvelja listamenn á vegum CEAC á Djúpavogi að sumarlagi og starfa að listsköpun sinni.

Það var Alfa Freysdóttir, verkefnisstjóri Rúllandi snjóbolta sem tók á móti verðlaununum, krónum 250.000 og heiðursskjali.