Hvalveiðibók Smára Geirs komin út
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. okt 2015 14:00 • Uppfært 12. okt 2015 14:10
Í síðustu viku kom út hjá Sögufélaginu bókin Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 Smára Geirsson. Bókin er afrakstur áralangrar rannsóknarvinnu Smára sem dregur fram ýmsar nýjar heimildir um hvalveiðar við Íslandsstrendur.
Í bókinni birtist í fyrsta sinn ítarleg rannsókn á hvalveiðum við Ísland síðan land byggðist uns þær voru bannaðar með lögum árið 1915. Gerð er grein fyrir veiðum Íslendinga en meginumfjöllunin er um hvalveiðar erlendra manna.
Þegar á 17. öld komu útlendingar upp hvalstöðvum í landinu en umsvið þeirra urðu mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar.
Í bókinni er lögð áhersla að fjalla um daglegt líf fólksins á hvalstöðvunum og eins er ítarleg grein gerð fyrir afstöðu Íslendinga og stjórnvalda til veiðanna. Sú umfjöllun er svo sannarlega forvitnileg.
Í bókinni er sagt frá athyglisverðum tilraunaveiðum Bandaríkjamanna, Dana og Hollendinga við landið á árunum 1863-1872.
Hvalstöð sem Bandaríkjamenn reistu á Vestdalseyri í Seyðisfirði eystra er án efa fyrsta vélvædda verksmiðjan á Íslandi og reyndar einnig fyrsta vélvædda hvalstöðin í veraldarsögunni. Mest fer þó fyrir Norðmönnum í þessari sögu.
Á síðari hluta 19. aldar urðu Norðmenn forystuþjóð á sviði hvaleiða og árið 1883 hófst norska hvalveiðitímabilið á Íslandi. Þá urðu veiðarnar umfangsmestar við landið.
Bókin er tæpar 600 síður og inniheldur um 470 myndir og kort. Drjúgur hluti myndefnisins hefur ekki komið fyrir sjónir Íslendinga fyrr.