Seyðisfjörður skartar sínu fegursta á Haustroða

seydisfjordurHin árlega markaðs- og uppskeruhátíð Haustroði verður haldin á Seyðisfirði á laugardaginn. Bærinn iðar af lífi og skartar sínu fegursta í haustlitunum.

Fullur bær af mörkuðum og verslunum:

Haustroðamarkaður í Ferjuhúsinu en þar verður skemmtilegur og fjölbreyttur flóamarkaður, gamalt og nýtt, ætt og óætt, sætt og saltað. Opið 12:00-16:30.

Gullabúið verður opið og þar verður botninn sleginn í útsöluna auk þess sem komin eru ný og ómótstæðileg ljós frá Happy Lights! Opið 12:00-16:00.

Handverksmarkaðurinn verður á sínum stað en þar eru fjölbreyttar vörur seyðfirskra handverksmanna. Opið 13:00–17:00.


Menning, listir og afþreying:

Glacier mafia, æskulýðsfélag Seyðisfjarðarkirkju slær upp kaffihúsi á markaðnum í Ferjuhúsinu.

Tækniminjasafnið er opið frá 10:00-15:00, en þar verður prentsmiðjan í gangi og vélsmiðjan til sýnis. Frítt inn.

Fjarðarselsvirkjun er opin frá 11:00-15:00.

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi verður að sjálfsögðu með en þar mun sænska listakonan Victoria Brännström opnar sýninguna Hérna, en á henni er afrakstur þögula göngutúrsins þar sem jurtum var safnað, ásamt verkum úr ull og tré. Boðið verður upp á glænýtt heimatilbúið bláberja- og krækiberjasaft. Opið 14:00-17:00.

Ekta laugardagskaffi verður í Herðubreið klukkan 15:00 en þar mun LungA skólinn og Heima bjóða í ekta Pálínuboð, þar sem allir mega koma með heimabakað gómsæti.

Októberfest á Lárunni með kjötsúpu og velvöldum drykkjarföngum á tilboði. Hefst klukkan 20:00. Skemmtileg stemmning frá miðnætti með lifandi tónlist.

Sýning Héraðsskjalasafns Austurlands um austfirska og seyðfirska kvenljósmyndara verður til sýnis í gluggum Silfurhallarinnar, Hafnargötu 28.


Frábær tilboð:

Ýmis tilboð í Dalbotnasjoppunni í tilefni Haustroða.

Skaftfell opnar klukkan 14 og býður uppá tveggja rétta haustseðil frá 18:00-21:00 á 4.900 kr. Borðapantanir í síma 472-1633.

Kaffi Lára - Októberfest á Lárunni með kjötsúpu og velvöldum drykkjarföngum á tilboði frá klukkan 20.00.

Samkaup Strax, Fjölbreytt og spennandi Haustroðatilboð.

Auk þessa verður keppt um Haustroðasultuna 2015 og skila skal inn sultum í Ferjuhúsið í dag milli klukkan 17:00-19:00.

Einnig verður Ratleikur og hattakeppni. Ratleikur um allan bæ sem hefst í Ferjuhúsinu klukkan 15:00 á laugardag. Mætið með skemmtilegan, skrýtinn, flottan, gullfallegan eða ofurvenjulegan hatt/höfuðfat (auka stig í boði). Einnig hægt að taka „selfie" og merkja #haustrodi á instagram.

Úrslit tilkynnt og verðlaunaafhending í Ferjuhúsinu kl. 16.00.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.