Skip to main content

Vilt þú taka þátt í að móta menningarstefnu Fjarðabyggðar?

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. okt 2015 12:40Uppfært 21. okt 2015 12:41

eskifjordur kirkja 0004 webMenningarstefna Fjarðabyggðar, mótun hennar og framsetning, verður krufin til mergjar á opnum fundi sem verður í Tónlistarmiðtöð Austurlands i kvöld klukkan 20:00.



Fundurinn hefst á stuttum inngangserindum sem Dýrunn Pála Skaftadóttir, formaður starfshóps um mótun og framsetningu menningarstefnu fyrir Fjarðabyggð og Jón Hilmar Kárason, tónlistarmaður, flytja. Dýrunn Pála mun segja frá starfi starfshópsins og í kjölfarið veltir Jón Hilmar fyrir spurningunni: Menning - til hvers?

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála, mun síðan stýra laufléttri en þýðingarmikilli vinnustofu um menningarstefnu Fjarðabyggðar.

Allt áhugafólk um öfluga menningu, listir og skapandi greinar er hvatt til að mæta og miðla sinni skoðun. Komdu og segðu þína skoðun. Álit þitt skiptir miklu máli.