Tónleikaveisla á Egilsstöðum um helgina

hogniAð vanda verður nóg við að vera í fjórðungnum um helgina.

Björgunarsvetin Ísólfur fagnar 50 ára afmæli í félagsheimilinu Herðubreið laugardaginn 24. október. Af þvi tilefni býður sveitin til kaffisamsætis klukkan 14:00. Tæki og búnaður sveitarinnar verður til sýnis ásamt myndum og fleiru úr sögu sveitarinnar.

Sannköllið tónleikaveisla verður í Valaskjálf um helgina.

Högni Egilsson verður með tónleika í kvöld sem stillt verður upp með því markmiði að skapa nánd og eftirminnilega stemmningu.
Dúndurfréttir stíga á svið á laugardagskvöldið þar sem sveitin mun leika klassískt rokk eins og það gerist best.
Nánar um tónleikaveisluna hér.

Karlaliðið Þróttar í blaki mætir HK á heimavelli um helgina. Fyrri leikurinn verður í kvöld klukkan 20:00 og sá seinni á laugardag klukkan 14:00.

Í tilefni af Bleikum október 2015 mun Krabbameinsfélag Austfjarða heiðra hvunndagshetjurnar okkar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á sunnudag. Athöfnin hefst klukkan 16:00 og allir eru velkomnir. Sjá nánar hér




Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.