Skip to main content

Tónleikaveisla á Egilsstöðum um helgina

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. okt 2015 12:09Uppfært 23. okt 2015 12:10

hogniAð vanda verður nóg við að vera í fjórðungnum um helgina.



Björgunarsvetin Ísólfur fagnar 50 ára afmæli í félagsheimilinu Herðubreið laugardaginn 24. október. Af þvi tilefni býður sveitin til kaffisamsætis klukkan 14:00. Tæki og búnaður sveitarinnar verður til sýnis ásamt myndum og fleiru úr sögu sveitarinnar.

Sannköllið tónleikaveisla verður í Valaskjálf um helgina.

Högni Egilsson verður með tónleika í kvöld sem stillt verður upp með því markmiði að skapa nánd og eftirminnilega stemmningu.
Dúndurfréttir stíga á svið á laugardagskvöldið þar sem sveitin mun leika klassískt rokk eins og það gerist best.
Nánar um tónleikaveisluna hér.

Karlaliðið Þróttar í blaki mætir HK á heimavelli um helgina. Fyrri leikurinn verður í kvöld klukkan 20:00 og sá seinni á laugardag klukkan 14:00.

Í tilefni af Bleikum október 2015 mun Krabbameinsfélag Austfjarða heiðra hvunndagshetjurnar okkar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á sunnudag. Athöfnin hefst klukkan 16:00 og allir eru velkomnir. Sjá nánar hér