Frítt á tónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands á Egilsstöðum

sinfonian a egilsstodumTvennir tónleikar verða haldnir með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum fimmtudaginn 29. október. Frítt er inn á báða tónleikana.

Þeir fyrri verða kl. 15:30 og eru skóla- og barnatónleikar fyrir elstu börn leikskóla og yngstu börn grunnskóla á Austurlandi. Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina en stjórnandi tónleikanna er höfundur Maxímús Músíkus, Hallfríður Ólafsdóttir, fyrsti flautuleikari SÍ, og sögumaður er Valur Freyr Einarsson.

Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18:00 og eru þeir öllum opnir. Á þessum tónleikum er það hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Daníel Bjarnason sem stjórnar meðal annars eigin verki, Blow Bright. Einnig hljómar eitt allra fegursta tónverk sögunnar, hinn undurfagri klarínettkonsert Mozarts í flutningi eins okkar fremsta tónlistarmanns af yngri kynslóðinni, Arngunnar Árnadóttur. Tónleikunum lýkur á stórbrotinni og hádramatískri sinfóníu Tsjajkovskíjs.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.