„Tilvalið að færa smá hitabylgju yfir mannskapinn"
Veitingastaðurinn Glóð býður upp á Sushi og Tapas í kvöld í tilefni Haustkvölds á Héraði.Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, framkvæmdasjóri 701 hotels, býst við ánægjulegu kvöldi.
„Nú þegar veður fer kólnandi þótti okkur tilvalið að færa smá hitabylgju yfir mannskapinn með tapasréttum frá Spáni," segir Sigrún Jóhanna.
„Sushi er mjög vinsælt á Salt og því langar okkur að gera tilraun með að bjóða upp á það á Glóð og átta okkur þá á því hvort það er eitthvað sem við getum gert reglulega í vetur þar sem við erum með frábæra matreiðslumenn. Það er einnig mjög spennandi að bjóða upp á tapas, eða smárétti, þar sem fólk er kannski ekki að stoppa lengi af því bærinn verður iðandi af lífi og margt til þess að kynna sér."
Sigrún Jóhanna segir ekki nauðsynlegt að panta borð þó svo að sú sé raunin og nokkrir hafi þegar tryggt sér öruggt pláss. „Það er velkomið en ekki nauðsynlegt – þetta verður bara lifandi og skemmtilegt kvöld."