Tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar aflýst

sinfonian a egilsstodumSinfóníuhljómsveit Íslands hefur aflýst tvennum tónleikum sem halda átti á Egilsstöðum í dag þar sem ekki er hefur verið hægt að fljúga austur það sem af er degi.

Barnatónleikar áttu að vera klukkan 15:30 í dag og opnir tónleikar klukkan 18:00.

 

Ekki hefur verið fundin ný dagsetning fyrir tónleikana en í tilkynningu segir að stefnt sé að því að halda tónleikana fljótlega.

Þotu Icelandair og áætlunarfél Flugfélags Íslands á leið til Egilsstaða var snúið við í morgun vegna ókyrrðar í lofti en sterkur vindur stendur úr suðaustri. Allt innanlandsflug hefur legið niðri síðan um hádegi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.