Tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar aflýst
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur aflýst tvennum tónleikum sem halda átti á Egilsstöðum í dag þar sem ekki er hefur verið hægt að fljúga austur það sem af er degi.
Barnatónleikar áttu að vera klukkan 15:30 í dag og opnir tónleikar klukkan 18:00.
Ekki hefur verið fundin ný dagsetning fyrir tónleikana en í tilkynningu segir að stefnt sé að því að halda tónleikana fljótlega.
Þotu Icelandair og áætlunarfél Flugfélags Íslands á leið til Egilsstaða var snúið við í morgun vegna ókyrrðar í lofti en sterkur vindur stendur úr suðaustri. Allt innanlandsflug hefur legið niðri síðan um hádegi.