Skip to main content

Páll Rósinkranz með tónleika á Breiðdalsvík

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. okt 2015 13:32Uppfært 30. okt 2015 13:34

pall rosinkranzAusturland iðar af lífi í skammdeginu og helgin er undirlögð af ýmisskonar viðburðum tengdum Dögum myrkurs.



Meðal efnis á Dögum myrkurs er:

Unghljómsveitin MurMur verður með tónleika í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði í kvöld klukkan 21:00.
Hljómsveitin Eva er með tónleika á Kaffi Láru í kvöld klukkan 21:00.

Páll Rósinkrans verður með tónleika í „nýja sal frystihússins" á Breiðdalsvík á laugardagskvöld klukkan 21:00.

Heimildarmyndaveisla verður í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs á laugardag klukkan 17:00. Sýndar verða myndirnar Berjast, berjast, berjast! 2014 og Bræðslan 2013.

Útgáfuhóf bókarinnar Eins og stelpa verður í Bókakaffinu Hlöðum í Fellabæ á morgun klukkan 17:00.

Hér má sjá ítarlega dagskrá fyrir Daga myrkurs.