Páll Rósinkranz með tónleika á Breiðdalsvík

pall rosinkranzAusturland iðar af lífi í skammdeginu og helgin er undirlögð af ýmisskonar viðburðum tengdum Dögum myrkurs.

Meðal efnis á Dögum myrkurs er:

Unghljómsveitin MurMur verður með tónleika í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði í kvöld klukkan 21:00.
Hljómsveitin Eva er með tónleika á Kaffi Láru í kvöld klukkan 21:00.

Páll Rósinkrans verður með tónleika í „nýja sal frystihússins" á Breiðdalsvík á laugardagskvöld klukkan 21:00.

Heimildarmyndaveisla verður í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs á laugardag klukkan 17:00. Sýndar verða myndirnar Berjast, berjast, berjast! 2014 og Bræðslan 2013.

Útgáfuhóf bókarinnar Eins og stelpa verður í Bókakaffinu Hlöðum í Fellabæ á morgun klukkan 17:00.

Hér má sjá ítarlega dagskrá fyrir Daga myrkurs.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.