„Hér fæðist hvert listaverkið á fætur öðru"

asdis johannsdottir myndlist okt15Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs fagnar senn 25 ára afmæli sínu. Félagið hefur allt frá stofnun gengist fyrir myndlistarnámskeiðum og einu þeirra er nýlokið.

„Við ætlum að reyna að halda upp á 25 ára afmælið á næsta ári, við höfum bara ekki enn ákveðið nákvæmlega hvernig," segir Ásdís Jóhannsdóttir, formaður félagsins.

Námskeiðin hafa verið kjarninn í starfsemi félagsins þar sem reynt hefur verið að halda eitt á ári. Þuríður Sigurðardóttir kom austur nýverið og kenndi nemendum á aldrinum 11-90 ára í myndmennta Egilsstaðaskóla yfir helgi.

Þá hittust félagar árum saman á laugardagsmorgnum í Menntaskólanum á Egilsstöðum og máluðu saman. Þeir fundir duttu hins vegar upp fyrir eftir að þeir stjórnarmenn sem höfðu leitt félagið nánast frá upphafi hættu fyrir þremur árum.

Ellefu einstaklingar voru á námskeiðinu hjá Þuríði og var Ásdís ánægð með afrakstur helgarinnar. „Hér hefur fæðst hvert listaverkið á fætur öðru."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.