„Áhorfendur mega búast við frábærri skemmtun og fruntalegu kynsvalli"

sex i sveit LSLeikfélag Seyðisfjarðar frumsýnir annað kvöld gamanleikinn Sex í sveit, eftir Marc Camoletti í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.

Formaður leikfélagsins, Ágúst Torfi Magnússon, leikstýrir verkinu ásamt Rúnari Gunnarssyni og Ingibjörgu Lárusdóttur, en er þetta sjötta sýningin sem hann stýrir hjá leikfélaginu.

„Hópurinn er talsvert minni en hann þyrfti að vera fyrir svona verkefni, en sem betur fer er hann samsettur af gríðarlega duglegu fólki, í hæfilegum hlutföllum að reynsluboltum og nýjum félögum. Þó hópurinn hafi minnkað þá hefur Leikfélagið sjaldan verið jafn virkt og undanfarið, sem sést best á því að við sýnum nú þriðja verkið á einu og hálfu ári.

Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og hefur æfingaferlið verið sérdeilis skemmtilegt – það eru allir mjög vel stemmdir fyrir laugardeginum," segir Ágúst Torfi.


Þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég veit

Ingibjörg Lárusdóttir leikur fyrirsætuna Sóley í verkinu, sem einnig er viðhaldið hans Benedikts.

„Þetta er i þriðja skipti sem ég tek þátt í uppfærslu með leikfélaginu, en auk þess hef ég verið með í Þjóðleik og aðeins í leiklist í menntaskólanum," segir Ingibjörg sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor.

„Það hefur verið frekar erfitt að smala í hópinn en við erum rosalega heppin núna, það eru um átta manns í honum og það hefur bara gengið vel.

Þar sem Ágúst er einnig að leika höfum við þrjú hjálpast að við að leikstyra verkinu og við höfum öll verið saman í því að smíða leikmyndina.
Við höfum einnig verið að fara í gegnum aðstöðuna okkar – ég endurskipulagði allt i búningunum, við breyttum sminkinu þannig að ég hef gert fátt annað en að byggja, bæta og vera á æfingum hjá leikfélaginu upp á síðkastið, en þetta er bara eitt það skemmtilegast sem ég veit.

Hópurinn er alveg frábær og það hefur verið ótrúlega gaman að vera með þeim. Áhorfendur mega búast við frábærri skemmtun og fruntalegu kynsvalli," segir Ingibjörg að lokum.

Sýningatíma og almennar upplýsingar má sjá hér.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.