Gæsahúð og dularfull stemmning í Fáskrúðsfjarðarkirkju í kvöld

gaesahud i faskrudsfjardakirkju„Þarna verða sagðar sögur sem tengjast þjóðtrú, þjóðsögum og mannanna raunum, í bland við undurfagran söng," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur á Fáskrúðsfirði.

Þær Berta Dröfn Ómarsdóttir, söngkona, Berglind Ósk Agnarsdóttir, sagnaþula og söngkona og Dagný Elísdóttir, gítarleikari og söngkona munu standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í Fáskrúðsfjarðarkirkju í kvöld.

„Dagskráin er bæði í tali og tónum – sögur, einsöngur, tvísöngur og hljóðfæraleikur. Þetta verður stund sem allir ættu að hafa gaman að og yfirbragðið í takt við árstíðina, rökkur og kertaljós. Ég spyr nú bara, þorir þú?" segir Jóna Kristín.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og enginn posi er á staðnum.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.