Vinnur að því að koma Arfleifð á erlendan markað

arfleifd10„Breytingarnar snúa að mestu að innviðum fyritækisins, gerðar voru hagræðingar og breytingar í framleiðsluferlinu samhliða hönnun bæði á nýjum vörum og betrumbótum á eldri sniðum," segir Ágústa Margrét Arnardóttir, stofnandi og eigandi hönnunar- og framleiðslufyrirtækisins Arfleifðar á Djúpavogi.

Arfleifð hefur undanfarin níu ár sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á hágæða töskum, fylgihlutum og fatnaði. Sérstaða fyrirtækisins eru hráefnin sem vörurnar eru unnar úr, hreindýra-, kinda-, sel- og fiskileður, horn og fleira sem allt eru aukaafurðir úr íslenskri matvælaframleiðslu.

„Við höfum verið að vekja athygli á okkar sérstöðu og hugmyndafræði sem miðar að því að nota eingöngu aukaafurðir úr annarri framleiðslu og engin hráefni af dýrum sem alin eru í búrum eða við vondar aðstæður. Allt framleiðsluferlið er sýnilegt og laun og starfsmannastefna er í samræmi við reglur íslenska ríkisins, en allt er þetta partur af alhliða vistvænni- og sjálfbærri stefnu okkar, sem og „Zero Waste" stefnunni sem snýr að því að ekkert fari til spillis.

Það er algerlega nauðsynlegt að fá sem mest út úr hverju skinni, bútum og pjötlum en þar sem þessi hráefni eru með þeim dýrustu sem völ er á, en einnig þau sérstökustu. Þetta er loks farið að vekja athygli og þykir merkilegt út í hinum stóra heimi," segir Ágústa Margrét.


Vinna með fólki í heimabyggð

Arfleifð liggur mikið upp úr því að vinna með fólki í heimabyggð og er fyrirtækið stuðnigsaðili „Citta Slow" stefnu Djúpavogsbæjar.

„Nýja kynningarefnið og umgjörð Arfleifðar var unnin af hönnuðum Grafít á Djúpavogi, allt prentefni var prentað í Héraðsprent á Egilsstöðum, langflestar myndir í kynningarefninu voru teknar af ljósmyndaranum KOX á Egilsstöðum og Sigurði Mar á Hornafirði.

Í vörunum eru nú hreindýrs- og hrútshorn sem unnin eru af handverksmanninum Jóni Friðriki á Djúpavogi í stað innfluttra járnhringja og sylgja. Hráefnin koma öll frá eina sútunarfyrirtæki landsins Sjávarleðri/Loðskinn.

Með þessu uppfyllum við skilyrði um heilbrigt samstarf; „Cooperative" og „Fair trade" þó að þær vottanir eða sambærilegar séu enn ekki orðnar formlegar innan fyrirtækisins.

Við vonumst hins vegar til þess að ná þeim í gegnum sýningar erlendis og sölu varanna í sérstökum verslunum með áherslu á vistvæni, nýtingu, heilbrigði, sjálfbærni og fleiru öðru sem höfðar til stefnu Arfleifðar og Djúpavogshrepps."


Margar dyr hafa opnast

Mikil vinna liggur í því að koma vörunum og fyrirtækinu í þann klassa að þær eigi möguleika að komast inn á erlendar sýningar, en Arfleifð hlaut styrki frá Uppbyggingasjóði Austurlands og Nýsköpunnarmiðstöð Íslands í byrjun árs til þess að undirbúa og kynna vörur sínar erlendis.

„Undanfarna mánuði höfum við hannað þróað nýjar vörur og kynningarefni sérstaklega með erlendan markað í huga og erum við nú í samskiptum við erlenda söluaðila, sýningahaldara og fleira sem gengur vonum framar.

Ég er spennt að vinna áfram í þessu og koma Arfleifð á erlendan markað. Við erum komin í gegn um fyrstu síu inn á stóra sýningu í Berlin, en frekara umsóknarferli er í vinnslu akkúrat núna, auk þess sem viðbrögð frá endursöluaðilum erlendis hafa verið góð.

Ýmis óvænt tengsl hafa myndast og dyr opnast en vanda þarf valið og gera allt rétt í þessu samhengi. Það er of dýrkeypt að gera mistök, til dæmis með því að gera saminga við ranga aðila."


Allir velkomnir á fimmtudagskvöldið

Annað kvöld verður hið árlega „kósýkvöld" Arfleifðar og Samkaupa á Djúpavogi, en þar býðst öllum tækifæri til að skoða, máta og þukla á nýju vörunum.

„Auk kynningar á nýju vörunum okkar verða þær eldri á miklu afslætti og ýmislegt skemmtilegt í boði," segir Ágústa Margét og hvetur þá sem ekki eiga heimagengt á kósýkvöldið að kíkja á www.facebook.com/arfleifd

arfleifd1arfleifd2arfleifd3arfleifd4arfleifd5arfleifd6arfleifd7arfleifd8arfleifd9


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.