Fáskrúðsfirðingur safnar fyrir vísindaskáldsögu
![petur haukur johannsson](/images/stories/news/2015/petur_haukur_johannsson.jpg)
„Bókin gerist árið 2190 þegar mannkynið hefur fest rætur sínar á fjarlægri plánetu sem hefur hlotið nafið Jodess. Nýlenda A0-4 er ein af þeim borgum sem hafa risið þar undanfarin ár.
Bókin segir frá flugstjóranum Ewin. Hann stýrir risa flutningaskipi sem ferðast á milli Jarðarinnar og Nýlendu A0-4 með alls konar varning. Ferðin á að taka 30 daga og í þessari ferð eru sex í áhöfn og einn farþegi. Þegar þau mæta á Jodess sjá þau að eitthvað skelfilegt hefur gerst á Nýlendu A0-4."
Búið er að gera líkan af persónum úr bókinni sem koma fram á Facebook síðu bókarinnar og á heimasíðunni sjálfri. Einnig er búið að gera persónulýsingar fyrir hverja persónu til að skapa meiri eftirvæntingu og svo lesandinn geti kynnst hverri persónu fyrir sig lauslega áður en lestur bókarinnar hefst.
Pétur Haukur er fæddur árið 1986, uppalinn á Fáskrúðsfirði stúdent úr Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hann er með BSc gráðu í tölvunarfræði ásamt því að vera útskrifaður úr Lögregluskóla ríkisins. Í dag starfar hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Skrif bókarinnar hófust þegar hann varð atvinnulaus í byrjun árs 2010. Nokkrum mánuðum síðar hóf hann nám við Háskólann í Reykjavík og vann í bókinni af og til með námi.
Til þess að gera útgáfu bókarinnar að veruleika hefur hann hafið söfnun inni á Karolina Fund fyrir útgáfu bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar og mun upphæðin sem safnast fara í prófarkalestur, prentun og dreifingu. Bókin er öll á íslensku og kemur út fyrir jólin ef markmið söfnunar næst.
Markmiðið er að safna 3000 evrur, eða tæplega 427.000 krónum. Nú þegar hafa safnast 1.021 evrur, eða 34 %. Lokadagur söfnunar er þriðjudagurinn 17. nóvember.
Linkur með söfnuninni er hér.