![](/images/stories/news/logo/Austurfrett.jpg)
Hver er Austfirðingur ársins 2015?
Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.
Tekið verður á móti tilnefningum út föstudaginn 8. janúar en kosningin sjálf fer af stað í kjölfarið.
Tilnefningar er hægt að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða koma á framfæri á Facebook-síðu Austurfréttar. Æskilegt er að örstuttur rökstuðningur fylgi tilnefningunni.
Tinna Rut Guðmundsdóttir var kjörin Austfirðingur ársins í fyrra. Þar áður voru það feðgarnir Friðþór Harðarson og Sigurður Friðþórsson en fyrstur hlaut nafnbótina Árni Þorsteinsson.