Skip to main content

„Austrið fílar mig vonandi bara svona mikið“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. nóv 2015 15:32Uppfært 12. nóv 2015 15:43

braedslan 2015 0004 web„Mér finnst gott að koma austur," segir Valdimar Guðmundsson, sem verður með tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld.



„Því miður komst ég ekki með allt bandið mitt með mér, en við verðum þarna tveir úr hljómsveitinni, ég og Ásgeir Aðalsteinsson sem leikur á kassa- og rafmagnsgítar til skiptis.

„Þetta verður ágætis blanda, mest lög sem ég hef samið eða sungið, en auk þess tek ég nokkur lög frá mínum áhrifavöldum í tónlistinni," segir Valdimar.

Valdimar hefur verið duglegur að koma austur með tónleika upp á síðkastið. „Ég veit ekki af hverju það hefur atvikast þannig, það er í rauninni bara tilviljun. Austrið fílar mig vonandi bara svona mikið."