„Austrið fílar mig vonandi bara svona mikið“

braedslan 2015 0004 web„Mér finnst gott að koma austur," segir Valdimar Guðmundsson, sem verður með tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld.

„Því miður komst ég ekki með allt bandið mitt með mér, en við verðum þarna tveir úr hljómsveitinni, ég og Ásgeir Aðalsteinsson sem leikur á kassa- og rafmagnsgítar til skiptis.

„Þetta verður ágætis blanda, mest lög sem ég hef samið eða sungið, en auk þess tek ég nokkur lög frá mínum áhrifavöldum í tónlistinni," segir Valdimar.

Valdimar hefur verið duglegur að koma austur með tónleika upp á síðkastið. „Ég veit ekki af hverju það hefur atvikast þannig, það er í rauninni bara tilviljun. Austrið fílar mig vonandi bara svona mikið."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.