„Austrið fílar mig vonandi bara svona mikið“
„Mér finnst gott að koma austur," segir Valdimar Guðmundsson, sem verður með tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld.„Því miður komst ég ekki með allt bandið mitt með mér, en við verðum þarna tveir úr hljómsveitinni, ég og Ásgeir Aðalsteinsson sem leikur á kassa- og rafmagnsgítar til skiptis.
„Þetta verður ágætis blanda, mest lög sem ég hef samið eða sungið, en auk þess tek ég nokkur lög frá mínum áhrifavöldum í tónlistinni," segir Valdimar.
Valdimar hefur verið duglegur að koma austur með tónleika upp á síðkastið. „Ég veit ekki af hverju það hefur atvikast þannig, það er í rauninni bara tilviljun. Austrið fílar mig vonandi bara svona mikið."