Hefur borðað Jack Daniels borgara á Fridays í þremur heimsálfum

odee yfirheyrslaOddur Eysteinn Friðriksson er í yfirheyrslu vikunnar, en hann opnar sína stærstu myndlistarsýningu til þessa í Gallerí Fold á laugardaginn, eins g Austurfrétt greindi frá hér.

Oddur Eysteinn, eða Odee, vinnur mest svokallaða samrunalist, eða „digital fusion og visual mashup list", en verkin eru brædd í álplötur og húðuð með gloss filmu. Verkin eru gerð fyrir hann í New York. Landvættir eru þema sýningarinnar í Gallerí Fold

Fullt nafn: Oddur Eysteinn Friðriksson.

Aldur: 32, held ég.

Starf: Listamaður, álbóndi og framleiðslustarfsmaður.

Maki: Katrín Ólafía Þórhallsdóttir.

Börn: Ýmir Kaldi og Þrymur Blær.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Í dag, Odd Look með Kavinsky.

Vínill eða geisladiskur? CD.

Mesta undur veraldar? Jökulsárlón.

Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Hreyfa hluti með huganum.

Besta bók sem þú hefur lesið? Man ekki eftir að hafa lesið bók, besti tölvuleikur hins vegar Mass Effect 2.

Hver er þinn helsti kostur? Hugsa út fyrir kassann.

Hver er þinn helsti ókostur? Úrillur þegar ég er nývaknaður.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Eskifjörður, útsýnið.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Coke, Létt og Laggott og ost.

Hvaða töfralausn trúir þú á? Það reddast alltaf allt, einhvernveginn.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Jack Daniels borgari á Fridays, hef borðað hann í þremur heimsálfum.

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Skelli mér til útlanda í bíó.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Næstu árstíð. Þegar það eru sumar þá langar mig í haust, á haustin vil maður fá vetur og snjó. Maður er bara alltaf spenntur fyrir framtíðinni.

Hvað eldar þú oft í viku? 2-3.

Hvernig líta kosífötin þín út? Jogginbuxur og stór síður polo-bolur.

Hvað bræðir þig? Video á netinu af hermönnum að hitta hundana sína eftir langan tíma.

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Chicken Thali á Austurlandahraðlestinni og Double Beik á Olís Reyðó.

Hvernig drekkur þú kaffið þitt? Með mjólk.

Syngur þú í sturtu? Neibbs.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Eyða tíma með fjölskyldunni, vinna og leika mér.

Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Laugardagur, þá fæ ég að vakna með stráknum mínum og horfa á barnaefni, borða morgunkorn og nammi.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Egil Skallagrímsson, fá uppskriftina af appelsíni og malti hjá honum.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Húmor. Það er æðislegur kostur.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Ganga frá eftir mig, gleymi því oft og er skammaður.

Draumastaður í heiminum? Ísland, Austfirðir, Eskifjörður, elska að vera hér.

Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan, ferðalög, listin, Lego, tölvuleikir og raunveruleikasjónvarp.

Settir þú þér áramótaheit? Já, ég ætlaði að – eitthvað – man það ekki lengur.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Ég á margar fyrirmyndir bæði í leik og starfi. Ömmur og afar, foreldrar, tengdaforeldrar og vinnufélagar. Ef ég sé eitthvað gott í fólki þá reyni ég að læra af því.

Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum? Fjarlægja ofbeldi úr mannskeppnunni.

Topp þrjú á þínum „bucket list"?  Fara til Páskaeyja, gista í bungaloo í Bora Bora og vera stór í Japan.

Duldir hæfileikar? Ég get teiknað skopmyndir af fólki.

Mesta afrek? Ég hef ferðast til USA til þess að taka þátt í heimsmeistaramóti fyrir Íslands hönd.

Ertu nammigrís? Já, eða Coke grís.

Besta bíómynd allra tíma? There Will Be Blood.

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Halda sýningu í Gallerí Fold.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.