Jólin kvödd á Austurlandi

Hefðbundin þrettándagleði verður haldin víðsvegar um fjórðunginn í dag á þessum þrettánda og síðasta degi jóla.


Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin í Tjarnargarðinum og leggur kyndlaganga af stað frá íþróttahúsinu á Egilsstöðum klukkan 17:15 inn í Tjarnargarðinn. Þar verður kveikt í brennu klukkan 17:30 þar sem einnig verður glæsileg flugeldasýning.

Val og verðlaunaafhendingar á íþróttafólki Hattar 2015 verður í Tjarnargarðinum, sem og afhending á starfsmerkjum Hattar.

Þrettándagleðin á Djúpavogi hefst klukkan 17:00 þegar gengið verður frá Landsbankanum niður í Blá þar sem kveikt verður í brennu og sungið. Jólasveinarnir mæta á svæðið til að kveðja og flugeldasýning verður í boði Björgunarsveinarinnar Báru.

Vopnfirðingar kveðja jólin klukkan 17:00 með brennu ofan Búðaraxlar.

Þrettándabrenna verður í Neskaupstað klukkan 17:00, austan við snjóflóðavarnagarðana, á sama stað og áramótabrennan. Ekki fengust frekari upplýsingar um brennur í Fjarðabyggð.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.