Skip to main content

Jólin kvödd á Austurlandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2016 15:05Uppfært 06. jan 2016 15:06

Hefðbundin þrettándagleði verður haldin víðsvegar um fjórðunginn í dag á þessum þrettánda og síðasta degi jóla.


Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin í Tjarnargarðinum og leggur kyndlaganga af stað frá íþróttahúsinu á Egilsstöðum klukkan 17:15 inn í Tjarnargarðinn. Þar verður kveikt í brennu klukkan 17:30 þar sem einnig verður glæsileg flugeldasýning.

Val og verðlaunaafhendingar á íþróttafólki Hattar 2015 verður í Tjarnargarðinum, sem og afhending á starfsmerkjum Hattar.

Þrettándagleðin á Djúpavogi hefst klukkan 17:00 þegar gengið verður frá Landsbankanum niður í Blá þar sem kveikt verður í brennu og sungið. Jólasveinarnir mæta á svæðið til að kveðja og flugeldasýning verður í boði Björgunarsveinarinnar Báru.

Vopnfirðingar kveðja jólin klukkan 17:00 með brennu ofan Búðaraxlar.

Þrettándabrenna verður í Neskaupstað klukkan 17:00, austan við snjóflóðavarnagarðana, á sama stað og áramótabrennan. Ekki fengust frekari upplýsingar um brennur í Fjarðabyggð.